Kjarninn - 10.10.2013, Side 66

Kjarninn - 10.10.2013, Side 66
03/03 kjarninn Stjórnmál Í henni kemur hins vegar fram að engin dæmi séu um rannsóknir á því hvort erlendar mútugreiðslur hafi átt sér stað á Íslandi. Skýrslan gagnrýnir auk þess að refsi ramminn fyrir að múta starfsmönnum fyrirtækja í ríkiseigu (þriggja ára fangelsi) sé lægri en refsiramminn fyrir að múta öðrum embættismönnum (fjögurra ára fangelsi). Það þýðir til dæmis að ef starfsmanni orkufyrirtækis í eigu ríkisins yrði mútað hefði það lægri fangelsisdvöl í för með sér en ef starfsmanni í ráðuneyti yrði mútað. Samkvæmt Transparency International er þriggja ára refsirammi fyrir mútur of léttvæg refsing. Engin uppljóstraravernd Þá benda samtökin á að engin uppljóstraravernd (e. whistle- blower protection) sé til staðar fyrir starfsmenn í opinbera geiranum hérlendis sem myndi verja þá fyrir neikvæðum af- leiðingum þess að upplýsa um mútur af hálfu erlends einka- aðila. Nýverið hafi þó verið lagt fram frumvarp sem vonast sé til að taki á þessum vanda að einhverju leyti. Vinnuhópurinn hafði af því áhyggjur að Íslendingar hefðu stigið takmörkuð skref í átt að því að innleiða OECD-samkomulagið á síðustu þremur árum. Sérstök rannsóknarúrræði á borð við inngrip í samskipti, mynd- bandseftirlit eða leynilegar aðgerðir væru hvorki til taks né almennt notuð á Íslandi. Hins vegar væri hægt að notast við hleranir ef fyrir því lægju ríkir almannahagsmunir. Í skýrslunni segir líka að vitund skorti meðal endurskoð- enda og þeirra sem rannsaki skattalagabrot um hvernig eigi að finna erlendar mútur og hvað eigi að gera ef þeir verði varir við slíkar. Vinnuhópurinn sem vann skýrsluna sagði þó að ýmsum úrræðum sem myndu virka gegn erlendum mútugreiðslum hefði verið bætt inn í íslensk lög snemma á þessu ári. „Vitund skort- ir meðal endur- skoð- enda og þeirra sem rannsaka skatta- lagabrot.“

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.