Kjarninn - 10.10.2013, Blaðsíða 70
Kristni Hauki Guðnasyni er ekkert
óviðkomandi þegar kemur að því að
setja saman topp tíu lista. Þeir fjalla
um allt milli himins og jarðar en eiga
eitt sameiginlegt; þeir byggja alfarið
á hans eigin skoðunum. Kristinn er
sagnfræðingur að mennt, með MA-
gráðu frá Háskóla Íslands.
10 Í tíunda sæti er brasilíski þjóðardýrlingur-inn Ayrton Senna, þrefaldur heimsmeistari
í Formúlu 1 sem lést langt fyrir aldur fram í
San Marínó-kappakstrinum árið 1994. Hann
náði að koma sér á ráspól alls 65 sinnum á
aðeins tíu árum. Hans verður sérstaklega
minnst fyrir einvígin sem hann háði gegn
Alain Prost, bæði þegar þeir voru samherjar
hjá McLaren-liðinu og mótherjar. Senna er
enn reglulega minnst sem besta ökuþórs
allra tíma.
9 Níundi besti íþróttamaður allra tíma er Norðmaðurinn Björn Dæhlie, sem er ekki bara
besti skíðagöngumaður allra tíma heldur besti
vetrar íþróttamaðurinn yfirleitt. Hann dóminer-
aði þrenna vetrarólympíuleika (´92, ´94 og ´98)
og vann samtals átta gull og fjögur silfur, sem
gerir hann að sigursælasta keppanda vetrar-
leikanna frá upphafi. Hann hafði einnig yfir-
burði á mörgum heimsmeistaramótum.
Hápunktur frægðar Dæhlie er tvímælalaust
ÓL ´94 í Lillehammer. Þar háði hann epísk ein-
vígi við Kasakann Vladimír Smirnov.
8 Í áttunda sæti er ameríski fjölbragðaglímu-kappinn Terry Bollea, betur þekktur sem Hulk
Hogan. Hogan hóf ferilinn á áttunda ára-
tugnum undir leiðsögn Hiro Matsuda. Frægð
hans náði síðan hámarki á níunda og tíunda
áratugnum. Hann er nýsestur í helgan stein í
annað skiptið enda orðinn sextugur. Hogan er
ekki bara glímumaður, hann er alþjóðlegt vöru-
merki. Gulklæddi risinn hefur líka átt farsælan
feril í kvikmyndum.
Topparnir hafa verið margir en sá hæsti
hlýtur að vera Wrestlemania III árið 1987.
Þar tók hann franska risann André og skellti
honum í úrslitarimmunni.
7 Í sjöunda sæti er maður sem svo sannarlega hafði hjarta ljónsins, finnski lang hlauparinn
Lasse Viren sem var einn af hinum svo kölluðu
„Fljúgandi Finnum“. Hann þótti ekki líklegur
í upphafi ferils síns en með ströngu æfinga-
prógrammi í Keníu náði hann að verða sá besti
í heimi. Hann vann samtals fjögur Ólympíu-
gull. Hann vann tvennuna í München ´72,
þ.e. 5.000 og 10.000 metrana, og endurtók
leikinn svo í Montreal ´76. Einnig keppti hann í
maraþon hlaupi og varð ofarlega. Stærsta afrek
Virens er klárlega 10.000 metrarnir í München
þar sem hann datt í 12. hring en náði samt að
vinna … og sló heimsmet!
6 Í sjötta sæti er Roger Federer, hinn hógværi tenniskappi frá Sviss. Federer sló í gegn sem
unglingur á Wimbledon-mótinu 1998 og það
er mótið sem hefur gert hann að þeirri stjörnu
sem hann er í dag. Sautján slemmur hefur
hann unnið, sjö af þeim á Wimbledon, þar af
fimm í röð. Þrátt fyrir að margar stórstjörnur
séu til í tennis karla í dag hefur hann algerlega
skarað fram úr og hefur einnig farið fram úr
mönnum eins og Björn Borg og Pete Sampras
sem sá allra besti í sögunni.
Hápunktur ferilsins er tvímælalaust þau
einvígi sem hann háði við Rafael Nadal á
Wimbledon og fræknasti sigurinn árið 2007
þegar hann vann sitt fimmta mót í röð.
5 Í fimmta sæti á listanum er maður sem á sína eigin kirkju, Diego Armando Maradona. Óum-
deilanlega besti knattspyrnumaður allra tíma.
En umdeildur engu að síður, sérstaklega fyrir
líf sitt utan vallar. Maradona spilaði framar-
lega á miðjunni, með félagsliðum eins og
Boca Juniors, Barcelona og Napoli, og vann
fjöldann allan af titlum, bæði með liðum
sínum og einstaklingsverðlaun. Frægastur
er hann nú samt fyrir leik sinn fyrir lands-
lið sitt, Argentínu. Hann spilaði á fjórum
heimsmeistara mótum og vann eitt sem frægt
er orðið, í Mexíkó árið 1986. Mark hans gegn
Englendingum er það frægasta í knattspyrnu-
sögunni.
4 Fjórði besti íþróttamaður allra tíma er maður sem vart þarf að kynna, körfuknattleiks-
maðurinn Michael Jordan. Hann leiddi Chicago
Bulls til sex NBA-titla, lið sem hafði aldrei
áður unnið titil og hefur ekki unnið titil síðan.
Merkilegt er að yfirburðir Jordans inni á
vellinum komu á tíma þegar óvenju mikið af
öðrum góðum leikmönnum var í deildinni.
En auðvitað hafði hann frábæra samherja
með sér líka. Jordan er aðallega þekktur
fyrir sóknarhæfileika sína en það gleymist að
hann var einn af bestu varnarleikmönnum
deildarinnar líka. Hápunktar ferilsins eru
margir. Fimm sinnum leikmaður ársins, sex
sinnum leikmaður úrslitanna, fjórtán sinnum
stjörnuleikmaður, tíu sinnum stigahæstur,
varnarmaður ársins, nýliði ársins og margt
margt fleira.
3 Bronsið hlýtur maður sem einfaldlega ögrar takmörkum mannlegrar getu, jamaíski sprett-
hlauparinn Usain Bolt. Að geta haft svo mikla
yfirburði í íþrótt sem tekur 10-20 sekúndur
er bara mjög skrítið. Hæðin vinnur mikið
með honum (1,95 m), þ.e. skrefin eru óhemju
stór. Hann er aðeins 27 ára gamall en afreka-
skrá hans er löng. 6 ólympíugull, 4 af þeim
heimsmet, 5 ólympíumet. En bestu tímana á
hann frá heimsmeistaramótinu í Berlín 2009.
Þar hljóp hann 100 m á 9,58 og 200 m á 19,19
… óskiljanlegar tölur. Ein stærsta stund Bolts
var 100 m á ÓL í Peking 2008. Að sjá manninn
hægja á sér og líta í kringum sig og byrja að
fagna áður en hann kemur í mark … í 100
metra hlaupi!! … á heimsmeti!!!
2 Næstbesti íþróttamaður allra tíma er rússneski stórmeistarinn Garry Kasparov sem var óum-
deilanlega besti skákmaður heims í tuttugu
ár. Kasparov vann allt sem hægt var að vinna,
yfirleitt frekar létt. Nokkur af hans frægustu
einvígum voru við tölvur, til dæmis Deep Blue
´96 og ´97. En frægustu einvígin verða alltaf þau
sem hann háði við Anatoly Karpov 1984 (sem
endaði í jafntefli eftir að Karpov fór á spítala)
og 1985 þegar Kasparov varð heimsmeistari 22
ára gamall. Árið 1993 sinnaðist honum við FIDE
og klauf skák heiminn. Hið nýja skáksamband
Kasparovs var reyndar sterkara en FIDE og
þegar samböndin voru aftur sameinuð rúmum
áratug seinna varð meistari FIDE undir.
Kasparov tapaði heimsmeistaratitlinum árið
2000 til lærisveins síns Vladimírs Kramnik og
settist loks í helgan stein árið 2005. Undanfarið
hefur hann beitt sér í pólitíkinni gegn stjórn
Vladimírs Pútín.
1 Það er komið að gullinu. Besti íþróttamaður allra tíma er úkraínski stangarstökkvarinn
Sergei Bubka. Aldrei hefur nokkur maður haft
jafn mikla yfirburði í sinni grein og Bubka. Það
þarf varla að nefna það að hann á heimsmetin
bæði utanhúss (6,14 m) og innanhúss (6,15 m).
Bæði metin eru tæplega tvítug. Hann setti
heimsmet 35 sinnum (17 utanhúss og 18 innan-
húss) á ferlinum og bætti metin samanlagt um
rúmlega 30 cm hvort. Hann var fyrstur til að
fara yfir 6 metrana og fyrstur til að fara yfir
6,10 m. Bubka notaði annan stökkstíl en aðrir
stangarstökkvarar, svo handsterkur að hann
hélt ofar á stönginni og hljóp hratt.
Eini skugginn á ferli Bubka var Ólympíu-
leikarnir. Sovétmenn sniðgengu ÓL ´84 í Los
Angeles, honum gekk illa ´92 í Barcelona, hann
meiddist ´96 í Atlanta og hann var einfaldlega
orðinn of gamall ´00 í Sydney. En stærsta stund
hans sem íþróttamaður var sennilega þegar
hann vann gullið ´88 í Seúl.
Vert að minnast á: Muhammad Ali, Kenenisa Bekele,
Björn Borg, Wilt Chamberlain, Wayne Gretzky, Paavo
Nurmi, Michael Phelps, Michael Schumacher, Alberto
Tomba, Tiger Woods, Zinedine Zidane.
Íþróttamenn
topp 10