Kjarninn - 10.10.2013, Side 76

Kjarninn - 10.10.2013, Side 76
04/06 kjarninn Bílar Erfitt verkefni en launin ríkuleg Lykileiginleikar hins nýja bíls yrðu að vera þessir: Frábær útlits hönnun, góðir aksturseiginleikar og lágt verð. Það var svo sem ekkert auðvelt verkefni sem beið Iacocca og félaga en ef þeim tækist ætlunarverkið yrðu verðlaun þeirra ríkuleg. Að hanna nýjan bíl frá grunni myndi kosta fyrirtækið 3-400 milljónir dala, áhætta sem yrði of stór biti að kyngja, jafnvel fyrir risa eins og Ford-samsteypuna. Í stað þess að byrja frá grunni var bíllinn byggður á Ford Falcon og tókst að fullþróa fyrstu árgerð hans fyrir aðeins 75 milljónir dala. Nýi bíllinn gekk undir nokkrum nöfnum áður en hann loksins hlaut nafnið Mustang. Þrátt fyrir að villihestur prýði merki bílsins var bíllinn upprunalega nefndur eftir P-51 Mustang-orrustuflugvélinni, sem þjónaði her Bandamanna í seinni heimsstyrjöldinni. Hinn 9. mars 1964 rann fyrsti Mustanginn af færibandinu. ford mustang, árgerð 1969

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.