Kjarninn - 10.10.2013, Side 77

Kjarninn - 10.10.2013, Side 77
05/06 kjarninn Bílar Mánuði síðar, eftir að hafa verið kynntur blaðamönnum, var bíllinn formlega boðinn til sölu hjá umboðsmönnum Ford um gervöll Bandaríkin. Áhuginn fyrir bílnum var gífurlegur og sýningarsalir troðfullir af áhugasömum kaupendum. Bíla- sali í Chicago þurfti að hleypa fólki inn í hollum, í umboði einu í Texas bitust 15 manns um eitt sýningareintakið og yfirbuðu hver annan, en sá sem hreppti hnossið krafðist þess að gista í bílnum í sýningarsalnum yfir nóttu þar til ávísun hans var samþykkt. Í Seattle varð bílstjóri steypubíls svo svo frá sér numinn af hrifningu að hann ók inn um gluggann á sýningar salnum. mustanginn sló í gegn Ford Mustang hafði slegið í gegn. Á aðeins einni viku gerðu fjórar milljónir Bandaríkjamanna sér ferð í sýningarsal til að berja dýrðina augum. Á nokkrum vikum varð ljóst að verksmiðjan myndi ekki anna eftirspurn og opna þyrfti aðra verksmiðju með hraði. Upphaflegar áætlanir um að selja 75.000 bíla fyrsta árið voru uppfærðar í 200.000. Það reyndist hófleg bjartsýni, því ári eftir að Mustang var fyrst boðinn til sölu og þriðja

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.