Kjarninn - 10.10.2013, Side 84

Kjarninn - 10.10.2013, Side 84
05/05 kjarninn Karolina fund Ertu með draum á tónlistarsviðinu? „Ég er mjög spenntur fyrir því að búa til tónlist sem er hægt að hlusta á með öðrum hætti en við erum vön. Við erum með alla þessa tækni í höndunum og mér finnst að við ættum að nota hana í staðinn fyrir að vera alltaf að hlusta á sama L-R steríómixið. Ég á örugglega eftir að gera eitthvað meira sem felur í sér einhvers konar gagnvirkni, eða leiðir fyrir hlustandann til að stjórna því hvernig hann heyrir verkir. En svo er ég líka mjög spenntur fyrir því að semja tónlist fyrir hefð- bundin hljóðfæri og hljómsveitir.“ Hvað er planið hjá þér næst? „Ég er með margt fram undan. Ég ætla að reyna að klára Strengjakvartettinn endalausa sem fyrst, forritunarvinnan er reyndar komin vel af stað. Svo er ég að fara að troða upp á Airwaves, bæði með hljómsveitinni minni Apparat og undir eigin nafni. Þar mun ég flytja glænýtt efni þar sem ég er að blanda saman einhvers konar gamaldags tölvupoppi og klassískum áhrifum.“

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.