Kjarninn - 10.10.2013, Side 89

Kjarninn - 10.10.2013, Side 89
05/05 kjarninn KviKmyndir The Boy in Blue N icolas Cage er versti leikari sem til er. Það er nánast óvéfengjanleg staðreynd. Hann var góður í tveimur bíómyndum (Raising Arizona og Wild at Heart) en aðallega vegna þess að persónur „Búrsins“ voru þess eðlis að hann passaði einhvern veginn við þær. Það er ákaflega erfitt að velja verstu frammistöðu hans. Það er reyndar ekkert erfitt, hún heitir Con Air. Ein sem kemst ansi nærri henni er kanadísk mynd sem Cage lék í um svipað leyti og Peggy Sue Got Married og heitir The Boy in Blue. Hún fjallar um kanadísku róðrarkeppnisstjörnuna Ned Hallan, sem var mikil hetja í kringum aldamótin 1900. Hanlan ætlaði sér að verða hraðasti maður heims á vatni. Cage flakkar á milli þess að vera olíuborinn og of mass- aður fyrir allt of síða andlitið sitt yfir í að vera afkáralegur í fötum frá tíma sem hann passar alls ekki inn í. Myndin gekk eðlilega mjög illa. 49% Einkunn Rotten Tomatoes Smelltu til að horfa á stikluna Smelltu til að sjá hvað nicolas Cage er lélegur leikari

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.