Kjarninn - 14.11.2013, Blaðsíða 18
blackberry
blackberry var fyrir örfáum árum leiðandi í snjallsímabyltingunni. Allir sem tóku
sig alvarlega sem stórnotendur slíkra tækja,
eða þurftu að treysta á öryggi í gagna flutningi
og þjónustu, voru með Blackberry-tæki. Það
var til að mynda varla til einstaklingur sem
starfaði í viðskipta- og fjármálageiranum
sem átti ekki slíkt. Árið 2009, fyrir einungis
fjórum árum, var Blackberry með 50 prósenta
markaðshlutdeild í Bandaríkjunum þegar
horft var á snjallsímamarkaðinn. Síðan þá
hafa tímarnir heldur betur breyst.
Innkoma hins hipp og kúl iPhone og
fjölmargra Android-símtækja, sérstaklega
hinnar breiðu Galaxy-línu frá Samsung,
hefur gjörsamlega gengið frá Blackberry á
síðustu árum. Árið 2010 var markaðshlut-
deild Blackberry komin niður í 14,3 prósent,
árið eftir í 8,1 prósent og um síðustu áramót
var hún komin niður í 3,5 prósent. Samhliða
hafa hlutabréf í fyrirtækinu hrapað í verði.
Síðastliðið sumar var tilkynnt að Blackberry
væri til sölu og nú er talið að það verði ann-
aðhvort tekið af markaði eða fari hreinlega
í greiðslustöðvun á meðan viðskiptamód-
elið er tekið í gegn og skuldirnar lagaðar
að rekstrar hæfni samsteypunnar. Ljóst er
hið minnsta að Blackberry-tækið, sem allir
þurftu að eiga fyrir örfáum árum, er í dauða-
teygjunum. Það sést best á því að síðasta vara
félagsins, Z10-tækið, er til sölu hjá ýmsum
smásölum á undir 20 dali. Þegar það var
kynnt fyrr á þessu ári kostaði það 199 dali.
06/07 kjarninn ViðSKipTi