Kjarninn - 14.11.2013, Page 22
10/13 kjarninn KANADA
Muldi undir lið sem hann þjálfaði
Árið 2012 var Ford dæmdur til að segja af sér sem borgar-
stjóri eftir að hafa brotið siðareglur Toronto-borgar, sem
hann viðurkenndi fyrir dómi að hafa aldrei kynnt sér.
Málið tengdist ýmsum ívilnunum til handa menntaskóla-
ruðningsliðinu Don Bosco Eagles sem Ford þjálfaði. Liðið
hafði fengið ýmsa styrki frá borginni auk þess sem Ford
nýtti sér starfsmenn borgarinnar, strætisvagna og bréfsefni
í þágu liðsins. Eftir margra mánaða réttarhöld úrskurðaði
áfrýjunar dómstóll að Ford þyrfti ekki að segja af sér þrátt
fyrir ítrekuð brot á siðareglum borgarinnar. Ford lét hins
vegar loks af störfum sem þjálfari liðsins í maí síðast-
liðnum eftir að hafa ítrekað sleppt borgarráðsfundum og
vanrækt skyldur sínar sem borgarstjóri til að sinna þjálfun
liðsins og mæta á kappleiki. Ofan á allt saman kom í ljós í
febrúar á þessu ári að Ford þverbraut ýmsar fjármálareglur
í aðdraganda síðustu kosninga og eyddi umfram leyfilegt
hámark í auglýsingar, auk þess sem of stór hluti þeirra
fjármuna sem hann aflaði í kosningabaráttunni kom frá
stórfyrirtæki fjölskyldunnar, Deco Labels and Tags, sem sér-
hæfir sig í prentlausnum og veltir milljörðum á ári.
Nóvember 2000
Q Fyrst kjörinn borgar-
fulltrúi.
Nóvember 2003
Q Endurkjörinn borgar-
fulltrúi, lofar fleiri
verslunarmiðstöðvum
og matvöruverslana-
keðjum í kjördæmi sitt.
Apríl 2006
Q Sturlast á hokkíleik og
er vísað úr húsi vegna
dólgsláta. Neitar sök
en atvikið náðist á
myndband og Ford ber
fyrir sig ölvun og biðst
afsökunar.
Maí 2008
Q Eiginkona hans kærir
hann fyrir líkamsárás
og hótanir en málið er
að endingu fellt niður.
rob ford í tímaDragðu tímalínuna til vinstri til að lesa meira um Rob Ford