Kjarninn - 14.11.2013, Side 31
06/07 kjarninn ALÞJÓðAViðSKipTi
Kröfðust ríkisábyrgðar
Líbíumenn settu fram kröfur um ríkisábyrgð frá stjórn-
völdum í Lúxemborg fyrir skuldbindingum, ef þeir ættu að
kaupa starfsemi Kaupþings í Lúxemborg. Frieden tók þátt
í þessum viðræðum og upplýsti þingið í Lúxemborg um
gang viðræðna þegar umræðu um samtal milli Líbíumanna
og stjórnvalda í Lúxemborg bar á góma, í lok árs 2008 og
í byrjun árs 2009. Hann sagði þá að stjórnvöld hefðu ekki
beinna hagsmuna að gæta þegar kæmi að Kaupþingi en ef
þau gætu eitthvað gert til þess að liðka fyrir því að starfsemi
Kaupþings í Lúxemborg lifði áfram yrði það gert. Þar á meðal
var að fá fjármagn að utan inn í bankann sem gæti tryggt
framtíð starfseminnar, ef samkomulag við kröfuhafa næðist.
Harkaleg samskipti
Samkvæmt skýrslunni fór svo að lokum að einkum tveir
þættir leiddu til þess að Líbíumenn í gegnum LIA fjárfestu
ekki í Kaupþingi í Lúxemborg. Í fyrsta lagi höfðu samskipti
á stjórnsýslustigi milli Lúxemborgar og Belgíu ekki gengið
nægilega vel, þar sem deilt var um aðkomu stjórnvalda hjá
hvoru landi fyrir sig. Bæði höfðu hagsmuna að gæta þar sem
margir Belgar, einstaklingar og fyrirtæki, áttu innistæður
hjá bankanum. Belgísk stjórnvöld voru ekki tilbúin að leggja
fram ábyrgðir fyrir meira en 80 til 100 milljónir evra (allt að
16,5 milljarðar miðað við núverandi gengi) á meðan svig-
rúmið var meira hjá Lúxemborg. Tekið er fram í skýrslunni
að viðræðurnar um þessi máli hafi verið „mjög erfiðar“ og
RowlANd-fjölskyldAN helsti eigANdi kAupþiNgs Í lúxeMboRg
Rowland-fjölskyldan breska, sem um árabil hefur
verið stórtæk í viðskiptum í Bretlandi og víðar, er
nú stærsti eigandi Banque Havilland, sem áður
var Kaupþing í Lúxemborg. Fjármálafyrirtæki
sem er að mestu í eigu Rowland-fjölskyldunnar,
Blackfish Capital Management, keypti bankann
eftir að hann hafði verið í söluferli í nokkurn
tíma og hugsanleg kaup Líbýumanna gegnum
LiA voru runnin út í sandinn. Þræðir Rowland-
fjölskyldunnar liggja víða í viðskiptum, sam-
kvæmt frásögnum fjölmiðla í Bretlandi. Um
árabil hefur fjölskyldan stutt við breska Íhalds-
flokkinn fjárhagslega og átt í viðskipta sambandi
við fjárfesta frá Mið-Austurlöndum. Þá er
Rowland-fjölskyldan er fjórði stærsti hluthafi Mp
banka, með 9,54 prósenta hlut.