Kjarninn - 14.11.2013, Blaðsíða 36

Kjarninn - 14.11.2013, Blaðsíða 36
04/12 kjarninn STJÓRNMÁL Í fyrstu grein þessa flokks var fjallað um nauðsyn þess að hafa rétta strategíu í samskiptunum við Evrópu, þar sem eru mikilvægustu útflutningsmarkaðir Íslands og nánustu pólitísku samstarfsríki. Í annarri grein tók ég fyrir öryggi landsins og mikilvægi þess að starfa stöðugt að því. Hér mun ég greina nokkur helstu tækifærin fram undan í utanríkis- málunum. norðurslóðir nýtt forgangsmál Við lok Kalda stríðsins fækkaði tækifærum Íslands til að not- færa sér landafræðina, þar til nú þegar norðurslóðamál eru komin í hringiðu alþjóðlegrar umræðu. Á norðurslóðum er Ísland áhrifamikið ríki, eitt af átta sem fjalla um helstu mál svæðisins og hafa boðið helstu efnahags- veldum heimsins að borðinu. Þar situr Ísland með Banda- ríkjunum og Rússlandi, Kanada og Norðurlandaríkjunum. Það er mikið kappsmál að halda umræðunni þar og berjast gegn því að ríkin fimm sem eiga að eigin mati landamæri að norðurpólnum loki brýn viðfangsefni af í sínum hópi. Slíkt hefur á köflum kostað mikla vinnu. Íslenskir ráðamenn, aðrir en forseti Íslands, höfðu ekki áður séð tækifærin í hinu nýja norðri, en hann hefur um langt árabil ræktað samband á hæstu stigum austan hafs og vestan til að styrkja stöðu Íslands á norðurslóðum. Þegar Össur Skarphéðinsson varð utanríkisráðherra sá hann færi til aukinna áhrifa og til að skapa ný tækifæri til framtíðar, og setti mikinn kraft í norðurslóðamálin. Ráðherrann skrifaði sjálfur upp áherslumál Íslands í tólf liðum og skilgreindi norðurslóðir sem nýtt forgangsmál í íslenskri utanríkis- stefnu. Norðurslóðastefnan var samþykkt einróma á Alþingi og hefur verið unnið markvisst eftir henni síðan og ný ríkis- stjórn tekið upp á næsta stig með sérstakri ráðherranefnd. Hér liggja mörg tækifæri. Til að þau nýtist Íslendingum sem best þarf nokkurt kapp en eins og í öðru er það best með forsjá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.