Kjarninn - 14.11.2013, Page 37

Kjarninn - 14.11.2013, Page 37
05/12 kjarninn STJÓRNMÁL Ekki hægt að þegja um loftslagsmálin Ástæða þess að norðurslóðamálin eru komin svo í alþjóðlegt kastljós er loftslagsbreytingar sem eru hraðari á norður- slóðum en annars staðar. Bráðnun jökla og breytingar á lofts- lagi á norðurslóðum hafa áhrif á daglegt líf fólks í fjarlægum löndum þar sem flestir jarðarbúar eiga heima; Kína, Indlandi og öðrum Asíuríkjum,, svo ekki sé talað um áhrifin sem geta orðið geigvænleg með veðurfarsbreytingum um allan heim og geta leitt til fellibylja, hungursneyða og átaka. Loftslags- málin eru risastórt pólitískt viðfangsefni þar sem íslensk stjórnvöld verða að hafa skýra afstöðu, út frá sínum eigin hagsmunum, og vegna áhrifanna um allan heim. Enn hefur ný ríkisstjórn á Íslandi ekki komið fram með áherslur sínar í loftslagsmálunum eða látið í sér heyra um þau á alþjóða- vettvangi þótt ærin séu tilefnin. Áhrif loftslagsbreytinganna hafa þegar skapað aðgengi að auðlindum sem áður voru utan seilingar, og umsvif vegna Á norðurslóðum Málefni norðurslóða hafa orðið að miklu þungavigtar- máli á alþjóðavettvangi á undanförnum árum. Ísland hefur þar mikilla hagsmuna að gæta.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.