Kjarninn - 14.11.2013, Side 39

Kjarninn - 14.11.2013, Side 39
07/12 kjarninn STJÓRNMÁL Náið og virkt samband við næstu granna er í raun forsenda fyrir því að þjóðir geti átt samstarf um lengri veg. Hægt er að líta á að Ísland sé í miðjunni og utan um það séu nokkrir hringir. Í innsta hring eru norrænu og vestnorrænu grannþjóðirnar. Í næsta hring er Evrópa. Þar fyrir utan eru Bandaríkin, Kanada og Rússland, samstarfsríki á norður- slóðum, og síðan hringur þar sem eru rísandi efnahags- veldi í fjarlægari heimshlutum. Að standa traustum fótum í hverjum kjarna styrkir stöðuna í næsta hring. Ríki sem hagar ávallt seglum eftir vindi og hugsar til skamms tíma í senn er ólíklegra til að ná settu marki en þau sem hafa skýra áætlun um styrkari stöðu fyrir hagsmuni sína. Asíugáttin: ný tækifæri í rísandi efnahagsveldum Þegar hrunið blasti við leituðu íslensk stjórnvöld um allan heim að fjárhagslegri fyrirgreiðslu. Þegar kom að um ræðum hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum kom í ljós að Ísland átti þar bandamenn í fjarlægum ríkjum. Japan, Kína og Indland jóhanna Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, fór fyrir ríkisstjórninni sem samþykkti að sækja um aðild að Evrópusambandinu.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.