Kjarninn - 14.11.2013, Page 42

Kjarninn - 14.11.2013, Page 42
10/12 kjarninn STJÓRNMÁL EES hafa Íslendingar ekki aðgang að innri markaði Evrópu- sambandsins fyrir sjávarafurðir nema með því að greiða tolla. Þessir hagsmunir sjávarútvegsins geta breytt stöðunni þegar kemur að umræðunni um samskiptin við Evrópu á næstu árum. Ef sýnt þykir að fáar hættur steðji að sjávarútveginum við inngöngu í Evrópusambandið en á móti skapist fyrir hana fjölmörg tækifæri getur taflið hæglega snúist við í umræðunni hér á landi. Á móti kemur að það kann að henta stórum útgerðum að hafa tekjur í evrum en komast upp með að greiða launþegum í íslenskum krónum. Það eru þó tæpast hagsmunir þeirra sem hjá þeim starfa hér á landi eða sam- félagsins í heild. Jarðhitasókn um allar álfur Á sama hátt er brýnt að stjórnvöld leggi lið við að fjölga tæki- færum í vinnslu jarðhita víða um heim. Loftslagsbreytingar kalla á aukna nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa og jarð- hitinn getur víða leyst mörg vandamál, takist að virkja hann með réttum hætti. Fjölgi verkefnum í jarðhita á heimsvísu fjölgar jafnframt tækifærum fyrir sérmenntað fólk með reynslu af slíkum virkjunum hér á Íslandi. Mikla vinnu hefur þurft til að opna augu ráðamanna um allan heim fyrir möguleikum jarðhitans en það hefur þó tekist hægt og bítandi. Íslendingar eru í verkefnum í öllum heimsálfum og stór tækifæri eru í Asíu, Ameríku og Evrópu. Í Afríku hefur Ísland haft frumkvæði að verkefni með Alþjóða- bankanum í þrettán ríkjum, sem er stærsta verkefni Íslands í þróunarsamvinnu fyrr og síðar. Takist vel til geta nokkrar Afríkuþjóðir komist út úr orkufátækt og nýtt græna orku til þess að þróa samfélög sín. Þetta er einungis eitt dæmi um hvernig markviss stefna og auknir fjármunir í þróunar- samvinnu geta skilað árangri. Afar fróðlegt verður að fylgjast með framgangi þessa máls á næstu árum, en þegar hafa íslenskir aðilar lagt grunn að stórri virkjun í einu fjöl- mennasta ríki Afríku, Eþíópíu.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.