Kjarninn - 14.11.2013, Blaðsíða 46
14/17 kjarninn ALMANNATENGSL
síðastliðnum ákvað Aron Jóhannsson að spila fyrir banda-
ríska landsliðið og viðbrögð KSÍ þóttu illa ígrunduð, og nú í
lok október logaði allt vegna þeirrar ákvörðunar KSÍ að hefja
miðasölu á leik Íslands og Króatíu klukkan 4.00 um nótt.
Skoðum aðeins hvernig viðbrögð KSÍ voru í þessum málum.
súlustaðurinn
Það er athyglisvert að skoða viðbrögð KSÍ í öllum þessum
málum, en þau eiga það sameiginlegt að starfsmenn sam-
bandsins hafa að eigin mati ekki gert neitt rangt og alltaf
virðist sökin liggja annars staðar. Í máli fjármálastjórans
sem lét strauja 3,2 milljónir af kreditkorti KSÍ á súlustaðnum
Rauðu myllunni árið 2005, en málið kom upp á yfirborðið
árið 2009, sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, að heim-
sókn fjármálastjórans á súlustaðinn væri ekki í anda KSÍ en
hugsanlega hefði hann sofnað á staðnum og kortunum verið
stolið af honum. Raunar sagðist fjármálastjórinn hafa sótt
málið í Sviss og fengið hluta upphæðarinnar endurgreiddan.
Það má því vel vera að eitthvað misjafnt hafi gerst, en það
var í raun aukatriði í umræðunni, enda óumdeilt að fjár-
málastjórinn var á súlustað með kort KSÍ og að málið hafði
verið afgreitt án nokkurra afleiðinga innan KSÍ á sínum
tíma. Umræðan var farin úr böndunum og því þurfti KSÍ að
bregðast við með öðrum og skýrari hætti en gert var. Á þessu
stigi málsins hefðu KSÍ og fjármálastjórinn átt að stiga fram
og biðjast einlæglega afsökunar og sýna iðrun. Í útskýringum
Geirs og fjármálastjórans var ekki að finna mikla auðmýkt
og þetta var í raun allt öðrum að kenna. Viðbrögð KSÍ í þessu
máli hafa augljóslega haft mikil áhrif á ímynd KSÍ, enda
kemur málið iðulega upp í umræðunni þegar sambandið
liggur undir gagnrýni.
Aron Jóhannsson
Í lok júlí á þessu ári tilkynnti Aron Jóhannsson að hann
hygðist spila fyrir landslið Bandaríkjanna í stað Íslands.
Ákvörðunin hafði átt sér nokkurn aðdraganda og reglulega
var fjallað um málið í fjölmiðlum. KSÍ brást við ákvörðun