Kjarninn - 14.11.2013, Blaðsíða 52

Kjarninn - 14.11.2013, Blaðsíða 52
03/09 kjarninn ViðTAL Ó lafur Adolfsson er stór maður. Hann var enda miðvörður íslenska knattspyrnulandsliðsins um tíma. Undanfarin ár hefur Ólafur, sem er lyfjafræðingur, einbeitt sér að rekstri lyfja- verslana. Hann opnaði fyrst apótek á Akra- nesi, sem heitir Apótek Vesturlands, árið 2007 og hóf harða samkeppni gegn lyfjakeðjunni Lyfjum og heilsu sem var þar fyrir á fleti. Í þeim leik er hann lítill fiskur í stórri tjörn. Samkeppnin var raunar það hörð til að byrja með að Lyf og heilsa misbeitti markaðsráðandi stöðu sinni til að reyna að gera út af við apótek Ólafs. Það hefur verið staðfest af Samkeppniseftirlitinu, héraðsdómi og Hæstarétti. Lyfjum og heilsu var á endanum gert að greiða 100 milljónir króna í stjórnvaldssekt fyrir brotið. Vesturlendingar voru það ánægðir með innkomu Ólafs á markaðinn að þeir völdu hann Vesturlending ársins árið 2009. Hefði getað hætt rekstri Hæstaréttardómur í málinu féll í mars 2013. Ólafur segir að kvörtun hans til Samkeppniseftirlitsins yfir athæfi keðjunnar hafi verið hringd inn snemma í júlí 2007. Því hafi liðið rúm sex ár frá því að málið fór af stað þar til endanleg niðurstaða fékkst í það. Ólafur segir þetta allt of langan tíma. „Á fyrstu árunum var þetta gríðarlega erfitt. Það er bagalegt að mál sem varða samkeppnislög þurfi að taka svona langan tíma. Í sjálfu sér hefur þetta mál þróast á þann veg að ég kem út sem ákveðinn sigurvegari í því. En sú staða hefði auðveldlega getað verið uppi að ég hefði lokað um áramótin 2007/2008. Það var raunverulegur möguleiki. Það er erfitt fyrir aðila sem eru að byrja á markaðnum að mæta svona grófum samkeppnislagabrotum. Við höfum séð úrskurði vera að falla fyrirtækjum í hag sem þegar eru hætt rekstri eða hafa verið tekin yfir af samkeppnisaðilum. Það þarf því úrræði hjá Samkeppniseftirlitinu þar sem þeir kveða upp bindandi úrskurð sem síðan er hægt að fara með lengra þannig að málin taki ekki nema 6-12 mánuði að hámarki.“ Viðtal Þórður Snær Júlíusson thordur@kjarninn.is „Ég skil ekki af hverju það þarf að taka svona langan tíma að selja Lyfju, sérstaklega á meðan fyrir- tækið er svona stór þátttakandi á markaði.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.