Kjarninn - 14.11.2013, Page 58
09/09 kjarninn ViðTAL
Hefur áhuga á að kaupa út einingar
Ólafur neitað því ekki að hann og samstarfsfólk hans
hefðu áhuga á að kaupa einingar út úr keðjunni, sérstak-
lega á Vestur landi. Hann er þó ekki viss um að verðmiðinn
sem settur yrði á þær einingar sé eitthvað sem einyrkjar á
markaði myndu ráða við. „Í mínu tilfelli gæti verið mikil
stærðar hagkvæmni í því að bæta við fleiri lyfjabúðum á
Vesturlandi. Það hefur oft verið komið að máli við mig um
að opna einingar á þessum stöðum. En þetta eru bara allt of
litlir staðir til að vera með tvær lyfjabúðir. Ef þú skoðar þetta
fyrirtæki, Lyfju, og þann slagkraft sem það hefur, hvort er
líklega að bankinn fái betra verð ef fyrirtækið er selt í einu
lagi eða í nokkrum hlutum? Ég held að það sé augljóst að
bankinn fái hærra verð við að selja það í einu lagi vegna þess
að þá verður fyrirtækið enn í mjög sterkri stöðu.
En í mínum huga verður að skila þessum fyrirtækjum
aftur út í atvinnulífið. Það þarf að koma lífvænlegum fyrir-
tækjum aftur af stað. Ég held líka, og sakna þess, að þegar
það kunna að vera málefnalegar ástæður fyrir viðbótar-
frestun á eignarhaldi banka á fyrirtækjum sé gerð grein fyrir
þeim. Að ástæður þess að frestirnir séu veittir séu birtar.
Það má heldur ekki gleyma því heldur að þeir aðilar sem
sýsla með endurskipulagningu fyrirtækja hafa atvinnu-
hagsmuni af því að hlutirnir dragist á langinn. Í sjálfu sér
væntir maður einskis annars en að málin muni dragast á
langinn frá þeirra hálfu. Eftirlitsaðilar þurfa hins vegar
að halda fastar utan um þetta og vera grjótharðir í þessum
málum.“