Kjarninn - 14.11.2013, Síða 68

Kjarninn - 14.11.2013, Síða 68
02/02 kjarninn HÖNNUN s cintilla er íslenskt sprotafyrirtæki í textíliðnaði. Það var stofnað fyrir um þremur árum, veitir um það bil fimm manns vinnu og hefur þegar ráðist í útrás með heimilisvörulínu sína. Fyrirtækið er nú að reyna að hópfjármagna línu af speglum með sandblásnum mynstrum sem sýndir verða á Spark Design Space 21. nóvember næstkomandi. Linda Björg Árnadóttir, listrænn stjórnandi Scintilla, segir fyrirtækið vera með tvær línur í gangi eins og er. „Annars vegar erum við með línu í heimilisiðnaði. Það eru púðar, sængurver, handklæði, rúmföt og annað slíkt sem hefur með heimilistextíl að gera. Hins vegar erum við með textílvörur fyrir hótel. Við höfum fundið að það er greinileg þörf fyrir fyrirtæki sem sér hótelum fyrir textíl hérlendis. Það eru mörg hótel í vandræðum með þetta. Það eru einhver fyrirtæki að flytja inn textíl en þar eru ekki textílmenntaðir einstaklingar og þeir geta hvorki talað um efnið né tæknina.“ Heimilisvörulína Scintilla er þegar komin inn í hátt í fimmtán verslanir í Norður-Ameríku, að sögn Lindu. „Það er vara sem telst vera í norrænum stíl, sem telst vinsælt úti um allan heim.Við höfum komið henni á framfæri með því að taka þátt í vörusýningu í New York sem heitir New York Now. Í janúar verðum við á henni í sjötta skiptið. Mark miðið er að búa til okkar eigin stíl þannig að við eigum okkar eigin hug- verk þegar kemur að stíl. Það er engin vörulína sem lítur út eins og okkar. Við erum líka með umboðsmenn í Þýskalandi og Bretlandi, þar sem við höfum líka náð ágætis árangri í ár.“ Linda segir að verkefnið sem Scintilla sæki sér hóp- fjármögnun út af snúist um mynstur. „Við sjáum fyrir okkur að Scintilla muni færa sig úr textíl yfir í jarðvörur á borð við ilmkerti. Núna erum við að fást við spegla, en þetta er meira stílyfirlýsing.“ scintilla með stílyfirlýsingu Sækir sér hópfjármögnun á Karolina Fund. Deildu með umheiminum Hönnun Þórður Snær Júlíusson thordur@kjarninn.is Smelltu til að heimsækja vefsíðu Scintilla
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.