Kjarninn - 14.11.2013, Blaðsíða 75

Kjarninn - 14.11.2013, Blaðsíða 75
02/02 kjarninn TÓNLiST/ BÓKMENNTiR Þ að hefur verið í nógu að snúast hjá nýaldar- hljómsveitinni Per: Segulsvið undanfarið. Í liðinni viku gaf hún út bæði plötu og bók. Meðlimir sveitarinnar, sem eru þrír, segjast búa saman í litlu húsi á Kársnesi. Þeir segjast líka vera að taka slátur, og vera upp að olnboga í blóði og mör, þegar Kjarninn heyrir í þeim hljóðið. „Þetta hefur verið árleg venja hjá okkur félögunum á haustin,“ segir Ólafur Jósepsson meðan hann sníðir niður vambir af einbeitingu. Að hans sögn treður Árni Þór Árnason í keppina og Svanur Magnús saumar fyrir. Þeir eru sem einn maður í sláturgerðinni og handtökin fumlaus, segir Ólafur. tónlist fyrir hana Að sögn þeirra er stofan hjá þeim er full af uppstoppuðum smádýrum og fuglum. Ólafur segist vera sérstakur áhuga- maður um þá iðju. „Maður er alltaf eitthvað að uppstoppa. Síðast stoppaði ég upp hana. Við erum með hænsn í skúrnum hérna fyrir utan og ég hef lengi hlakkað til að stoppa þennan upp.“ Nýjasta plata Per: Segulsvið heitir einmitt Tónlist fyrir hana. Spurðir hvort platan sé tileinkuð uppstoppaða hananum þá játa meðlimir sveitarinnar því. „Þetta var úrvals hani,“ segir Árni. Hinir kinka kolli. „Hann tengir plötuna saman, þessi hani. Hann er einfaldlega rauði þráðurinn í gegnum hana ef svo má segja.“ samnorræn vinátta og lagerstarfsmaður Efnistök Per: Segulsvið á plötunni eru þó ansi margbreytileg og snúast alls ekki einvörðungu um hana. Þar er að finna lög sem fjalla um samnorræna vináttu, dag í lífi lagerstarfs- manns og innrás Hitlers í Munaðarnes – svo nokkur dæmi séu nefnd, sem hafa litla eða enga tengingu við hænsnfugla. Fyrir utan að búa til tónlist segjast þremenningarnir vera ötulir grænmetisræktendur, með sérstaka áherslu á brokkólí. „Við höfum ræktað allan fjárann gegnum tíðina, hvítkál, rófur og kartöflur, en í dag ræktum við bara spergilkál,“ segir Svanur Magnús. „Hann Óli kynntist því fyrst þegar hann var að vinna í skólagörðunum í Breiðholtinu og hann kynnti það fyrir okkur hinum.“ „Það er hægt að elda það á svo fjölbreytilegan máta,“ segir Árni. „Það má gufusjóða það, steikja það eða búa til úr því spergilmús. Þetta er einfaldlega frábært hráefni,“ bætir hann við. Í framhaldi af ræktunarumræðum berst talið að barna- bókinni Smiður finnur lúður, sem hljómsveitin gaf út í liðinni viku. Meðlimir vilja lítið tjá sig um innihald hennar og segja Svan Magnús einfaldlega alltaf hafa langað til að skrifa barnabók. „Hann var mikið að lesa Rauðu seríuna á tímabili,“ segir Ólafur. þsj Per: segulsvið stoppar upp hana Deildu með umheiminum tónliSt/ BóKmenntir Smelltu til að heim- sækja vefsíðu per: Segulsvið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.