Kjarninn - 14.11.2013, Qupperneq 76
é
g verð alltaf pínu hátíðlegur í umgengni við ljóð.
Og stórefast um að það sé neitt athugavert við
það.
Af hverju les maður ljóð?
Af hverju les maður ekki ljóð?
Af hverju les maður ekki meira af ljóðum, þótt það sé
alltaf á stefnuskránni?
Að sumu leyti ættu ljóð að vera í mikilli sókn á
markaðnum en ekki í sífelldri tilvistarkreppu. Skammta-
stærðin er til dæmis mjög hentug fyrir okkar hraðsoðna lífs-
stíl, hvort sem miðað er við einstök ljóð eða heilu bækurnar
sem sjaldan eru doðrantar.
Svo er það hollustan. Fólk er held ég almennt sammála um
að ljóð séu góð fyrir sálina. Meira að segja hatursmenn þeirra
held ég. Sú afstaða er skyld þeirri að finnast lýsi ógeðslegt,
án þess að draga gagnsemi þess fyrir heilsuna í efa.
Eða hvenær lásuð þið síðast ljóðabók og sögðuð við
einhvern: Nei, ég myndi ekkert vera að eyða tíma í þetta.
Hvað er það við ljóð sem setur þau á þennan stall í huga
okkar? Er það ekki skárri spurning en hin þvælda og þvælna
deila um hvað ljóð er, hvað er ljóð, en þó einkum hvað er ekki
ljóð?
Formbyltingin er auðvitað löngu orðin, enginn efast
lengur um að ljóð þurfi ekki að ríma eða stuðla. Engu að
síður þyrstir okkur í skilgreiningar. Hvernig er hægt að
úthýsa óverðugum úr ljóðheimum?
Ein léttúðug uppástunga: Ljóð er sá knappi texti sem
kveikir bros i huganum. Hér er ég auðvitað að vísa í hina
miklu biblíu „A Smile in the Mind“ sem Beryl McAlhone
skrifaði og er til dæmis til á öllum auglýsingastofum. Þótt
þar sé grafísk hönnun í forgrunni er merkilega stutt skref í
að krefjast þess sama af ljóðskáldunum.
Ekki verri rannsóknartilgáta en hver önnur.
Dæmi um hugarbros eru nokkur ljóð í Reykjavíkurljóðasafni
Meðgönguljóða, Ljóð í leiðinni. Hver getur annað en glaðst
þegar Bragi Ólafsson bendir á að
„... gatan sem liggur inn í hringtorgið
er ekki í laginu eins og spurningarmerki
að ástæðulausu.“
Þetta er sérlega fjölbreytt og skemmtilegt safn af myndum
af Reykjavík, settum fram í hinu núorðið auðþekkta formi
nútímaljóðsins. Allir geta notið þessa og minnst þess að vel
valið orð segir meira en þúsund orð. Og þarf ekki Tómas
Guðmundsson til.
Halla Margrét Jóhannesdóttir á ekki ljóð í Reykjavíkur-
bókinni en ætti þar vel heima. Vinnur í þessu opna formi
nútíma ljóðsins og gerir margt mjög fallega í bókinni sinni,
48:
Mynd 3
Þarna er ég að útskrifast sem íþróttakennari. Með mér á
myndinni eru pabbi og Ása systir. Ása er nýkomin úr aðgerð á
fæti svo hún var í gifsi, en það sést ekki á myndinni. Pabbi var
bæði með ventilloku í hjartanu og gangráð í öxlinni, en hvorugt
sést. Á þessum tíma var ég með æðisleg Brendel gleraugu en
þau sjást ekki á myndinni því þarna er ég með linsur, þær sjást
heldur ekki. En íslenski fáninn sést. Allavega í glugganum.
Svona texti sem, af því að þetta er ljóðabók, setur mann í
stellingar til að kafa, rýna, hugsa. Sem er bara mjög fínt. Mér
finnst Halla Margrét fundvís á þá staði þar sem tungumálið
afvegaleiðir vanahugsun á skapandi hátt. Stundum treystir
hún kannski um of á vilja okkar til að gera sjálf. Ætlast til að
ljóðrænan, hugsunin, snilldin, komi frá lesandanum. Bókin
er pínu rýr. En stundum gefur hún hann svo sannarlega
góðan:
Morgunverk 2
Kynlíf = ylfíkn
A smile in the mind.
Njörður P. Njarðvík tók sig til og þýddi heildarljóðasafn
Nóbelsverðlaunaskáldsins sænska, Tomas Tranströmer. Það
er ekkert smá.
Það þýðir ekkert að kvarta yfir að sænska Akademían hafi
ákveðið að veita landa sínum verðlaunin 2011. Fyrir utan
þetta venjulega kvart að hvert ár sem þau sniðgangi Dylan
bjóði hættunni heim að hann smjúgi þeim úr greipum og
hrökkvi upp af, sá háli áll.
Það er ekkert auðvelt að segja hvað er svona magnað
við skáldskap þessa sænska sálfræðings. Við fyrstu sýn og
frumlestur er þetta mest ort undir algengasta bragarhætti
nútímaskálda. Hversdagslegt atvik, eitthvað sem ber fyrir
augu eða eyru, vekur minningu, setur af stað hugsun – leiðir
til vangaveltna og jafnvel ályktunar um lífið og heiminn og
skáldið.
Hljómar banalt en er það ekki. Ekki frekar en formúlan
fyrir sléttuböndum rúmar hughrifin sem svoleiðis virtúósítet
vekur.
Hér er dæmi, nokkurn veginn af handahófi:
Morgunfuglar
Ég vek bílinn
með framrúðuna stráða frjódufti.
Ég set upp sólgleraugu.
Fuglasöngurinn dökknar.
Meðan annar maður kaupir sér blað
á járnbrautarstöðinni
í námunda við flutningavagn
kolrauðan af ryði
sem titrar í tíbránni.
Hvergi neitt tómarúm hér.
þvert í gegnum vorhitann köld göng
þar sem einhver kemur með óðagoti
og segist hafa verið baktalaður
alla leið upp í yfirstjórnina.
Um bakdyr í landslaginu
kemur skjórinn
svartur og hvítur. Fugl heljar.
Og svartþrösturinn skýst fram og aftur
uns allt verður ein svartkrítarmynd
nema hvíti þvotturinn á snúrunni:
Palestrinakór.
Hvergi neitt tómarúm hér.
Stórkostlegt að finna ljóð sitt vaxa
og minnka jafnframt sjálfur.
Það stækkar, kemur í minn stað.
Það ýtir mér til hliðar.
Það fleygir mér út úr hreiðrinu.
Ljóðið er ort.
Mér finnst þetta magnað. Ég skil ekki allt – til dæmis ekki
hvað barokktónskáldið ítalska, hann Palestrina, er að gera
þarna. En af því að ég hef lesið Stephen King er myndin af
skjóranum, „fugli heljar“, bæði alveg skýr og þrungin merk-
ingu. Og af því að ég er viss um að Tranströmer reiknaði ekki
endilega með að áhangendur sínir hefðu lesið „The Dark
Half“ veit ég að vísanirnar eru frjálsar – ég ræð hvað ég sæki
í ljóðið. Hvað ég les í ljóðið. En það sem ég sæki í það er samt
að finna í orðunum. Og ég finn að þetta er magnað.
Að sumu leyti vorkennir maður þýðandanum. Hann hefur
þurft að skrúfa þetta allt í sundur, leysa upp víravirkið til að
koma því milli mála. Njörður P. Njarðvík er sennilega fyrir
vikið sá Íslendingur sem skilur Tomas Tranströmer best. En
hverju hefur hann glatað? Njóta kynfræðingar kynlífs best?
Eru flugvirkjar meðvitaðir um flugnautnina?
Ég giska á að enginn móðgist þótt ég kalli Þorstein frá Hamri
höfuðskáld Íslendinga núlifandi.
Nema mögulega hann.
Eitt af því sem Þorsteinn gerir ekki er að leika kúnstir
með tungumálið. Hann er ekki skáld orðaleikjanna, ekki
að leita að möguleikum á að láta orðin gegna nýjum hlut-
verkum. Hugarbrosið er dýrkeyptara en svo. En kemur þó.
Hann yrkir hins vegar oft um hvað málið sé sleipt og hvað
það eigi auðvelt með að afvegaleiða hugsun okkar, rugla
tilfinningar okkar.
Það er ekki fráleitt að segja að Þorsteinn frá Hamri yrki
undir skyldum bragarháttum og Tranströmer, þótt báðir séu
þeir óbundnir af háttum.
Það sem bætist við hjá Þorsteini er nálægðin við íslensku
hefðina, stuðlana, sparlega notað rím. Yrkisefnin eru gjarnan
öðrum þræði úr náttúrunni, þjóðsögunum, sagnaarfinum.
Tónninn er líka úr arfinum þótt efnið sé stundum heimspeki-
legt:
Þriggja bræðra bragur
Þeir kveða saman,
bræðurnir, meðan þeir bíða.
Einum leikur
vongleðin tær á tungu;
annar hlakkar
til einskis fyrr en hann
smakkar …
Hætt mun ýmsu
þegar sá þriðji nálgast
með stefið,
klifhendu kvíðans.
Þetta virðist frekar einfalt. Auðvelt jafnvel. Ég gæti gert
þetta. Á sama hátt og ég hef alveg sett saman nothæfa fer-
skeytlu. Ég er samt ekki Páll Ólafsson. Og verð aldrei.
rödd að utan
Þið,
innan við þilið.
Sofið áfram,
sofið.
Dveljið sem lengst í draumi,
leikjum hans, sumri og sátt.
því myrkt er í mér, ég er bilið
sem aðskilur alla: vakan,
gljúfrið, ófærugilið.
Mér finnst Þorsteinn frá Hamri frábær. Það er nú bara
þannig.
Hnefi eða vitstola orð ætti að vera einhvern veginn á
jaðrinum að vera með í svona ljóðabókayfirliti. En hún er það
ekki. Það er orðið algerlega hversdagslegt að svona textar,
svona bækur, séu ljóð. Innihaldi ljóð. Svona tilraunakenndar
og uppátækjasamar bækur, þar sem staðsetning orðanna á
blaðsíðunni hefur fullt eins mikið að segja og orðin sjálf. Þar
sem allt er undir.
Þetta er æðisleg bók, ort í æðiskasti yfir voðanum í
íslensku samfélagi i hruninu miðju. Kannski hefur Eiríkur
Örn Norðdahl fundið til skyldleika við ákvæðaskáldin fornu,
hugsað um Jón lærða sem fékkst við að kveða niður drauga,
eða Bólu-Hjálmar sem var beðinn að yrkja Grímsey aðeins
nær landi (var það annars ekki hann?).
Trúlega hefur hann samt aldrei trúað á í alvöru á
möguleika sína til að hafa þannig áhrif á atburðarásina.
Góðu heilli hefur það samt ekki þaggað niður í honum,
stíflað hugkvæmnina og mælskuna. Mögulega bara gert
hann enn brjálaðri:
bros í
berkinum
BæKur
Þorgeir Tryggvason
i.
ii.
iii.
iV.
V.
81,98 ISK
FORMÁLI: KREPPUSONNETTAN
IMF! IMF! IMF! IMF! IMF! IMF! IMF! IMF! IMF! IMF!
OMG! OMG! OMG! OMG! OMG! OMG! OMG! OMG! OMG! OMG!
OMG! OMG! OMG! OMG! OMG! OMG! OMG! OMG! OMG! OMG!
IMF! IMF! IMF! IMF! IMF! IMF! IMF! IMF! IMF! IMF!
IMF! IMF! IMF! IMF! IMF! IMF! IMF! IMF! IMF! IMF!
OMG! OMG! OMG! OMG! OMG! OMG! OMG! OMG! OMG! OMG!
OMG! OMG! OMG! OMG! OMG! OMG! OMG! OMG! OMG! OMG!
IMF! IMF! IMF! IMF! IMF! IMF! IMF! IMF! IMF! IMF!
FME! FME! FME! FME! FME! FME! FME! FME! FME! FME!
FIT! FIT! FIT! FIT! FIT! FIT! FIT! FIT! FIT! FIT!
LOL! LOL! LOL! LOL! LOL! LOL! LOL! LOL! LOL! LOL!
FME! FME! FME! FME! FME! FME! FME! FME! FME! FME!
FIT! FIT! FIT! FIT! FIT! FIT! FIT! FIT! FIT! FIT!
LOL! LOL! LOL! LOL! LOL! LOL! LOL! LOL! LOL! LOL!
174,30 ISK
X.
Nafngengi
Lýsingargengi nútíðar
Lýsingargengi þátíðar
Viðtengingargengi
Framsögugengi
Boðgengi
157,64 ISK
X.
Ú T R Á S T
Ú T R Á S T
Ú T R Á S T
Ú T R Á S T
Ú T R Á S T
Ú T R Á S T
03/04 kjarninn BæKUR