Kjarninn - 14.11.2013, Qupperneq 77

Kjarninn - 14.11.2013, Qupperneq 77
04/04 kjarninn BæKUR Vi. Eiríkur Örn er ekki á jaðrinum, en þar er hins vegar ljóðakverið Árleysi alda eftir Bjarka Karlsson. Frá því að stríðið um atómskáldskapinn stóð sem hæst um árið hefur sönnunarbyrðin snúist um 180 gráður. Það eru hinir hátt- bundnu sem þurfa að réttlæta veru sína á skáldabekknum. Það gerir Bjarki, greinilega meðvitaður um stöðuna. Í for- mála gerir hann grein fyrir því að hann muni jafnvel ganga svo langt að nota hástafi og greinarmerki! auk hinna hefð- bundnu hátta sem svo mjög hafa látið undan síga í ljóðagerð síðustu, ja hundrað ár eða svo. Þau undur og stórmerki gerðust síðan að ljóðin í Árleysi alda „rötuðu til sinna“ eins og skáldið sagði. Bókin trónir í toppsætum metsölulistanna og hefur verið endurprentuð í tvígang hið minnsta, sem er víst einsdæmi með ljóðabækur. Hvað er eiginlega að gerast? Nærtækasta (og rétta) skýringin er auðvitað sú að bókin er alveg fáránlega skemmtileg. Hugmyndaauðgi, hnyttni og óstöðvandi hagmælska. Þetta gleður hvern mann. Ætli háttatalið sé ekki í uppáhaldi hjá mér. Þar sem Bjarki notar „Afi minn fór á honum Rauð“ sem efnivið í stælingar á stíl og kvæðum góðskálda frá Agli Skallagrímssyni til Megasar. Hér er Davíð: Ég heyri gegnum svefninn með hungurverk og sút – og hrekk alveg í kút – en fatta að það er afi minn sem er að fara út, og þótt við séum snauð hann setur hnakk á Rauð að sækja í sárri nauð suður á bæi sitt af hvoru sykur jafnt sem brauð. Og Jón Helgason: Lít ég í dysjum líflaus bein lotin af þrekuðum hræjum. Gerðu sér veislu vargur og hrafn veglega af úldnum tægjum, saman við bæði sykur og brauð seint að þeim rétti vér hlæjum því sagt er að enn gangi afi minn aftur þar suður á bæjum. Svona getur Bjarki haldið lengi áfram. Og gerir. Aðeins tvennt getur hann ekki. Eins og öðrum verulega flinkum skáldum sem taka sig smá alvarlega reynist honum ókleift að yrkja liprar limrur. Þær eru sumar býsna fyndnar hjá honum (enduryrking Bjarka á Höfuðlausn undir limruhætti er til dæmis sniðug) en alltaf aðeins of knosaðar, aðeins of „lærðar“. Ætli þetta sé ekki svipaður vandi og að Sinfóníuhljómsveitum er lífsins ómögulegt að „grúva“. Já, og svo getur hann ekki verið alvarlegur. Eða kannski leyfir formið það hreinlega ekki. Bjarki reynir þó. Yrkir ljóð um hroðalegt glæpamál, eftirmæli um unga stúlku sem var fórnarlambið. En það virkar bara ekki. Það er mikilvægt að hann hafi reynt og sýnt okkur afraksturinn. Niðurstaða: Ljóð eru snilld. Þau hrista okkur. Stundum úr hlátri, stundum úr vanagírnum, stundum til að vekja okkur, stundum í pirringi yfir því að skilja ekki hvur fjárinn er þarna á ferðinni. Brosið í heilaberkinum er stundum fölskva- laust, stundum kaldhæðið glott, stundum barna- eða bjána- legt. En mikið er nú hollt að brosa. Af hverju les maður ekki ljóð? Það er spurningin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95

x

Kjarninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.