Kjarninn - 14.11.2013, Síða 81
04/04 kjarninn ÁLiT
Í
þremur greinum, sem birtast í Kjarnanum í dag og
næstu tvo fimmtudaga, verður fjallað um áhrif af
niðurskurði ríkisútgjalda sem boðaður er í frumvarpi
til fjárlaga. Í fyrstu greininni er vikið að efnahags-
legum og fjárhagslegum áhrifum niðurskurðar.
Önnur greinin er um niðurskurð og velferð og í þeirri þriðju
er horft til framtíðar og stefna mörkuð.
i. fjárlögin og framtíðin – efnahagsleg áhrif
niðurskurðar
Í hugum sumra er niðurskurður opinberra útgjalda
Kínalífselexír. Með honum á að lækna alla óáran í
efnahagslífinu, draga úr eftirspurn á þensluárum,
örva einkaneyslu og skapa rúm fyrir fjárfestingar á
samdráttartímum og fleira. Flest er þetta klisjur. Áhrif af
niðurskurði ríkisútgjalda ráðast af því hvað hann hittir fyrir
og hverjar aðstæður eru hverju sinni. Hér á eftir verður reynt
að lesa í áhrif af þeim niðurskurði sem boðaður er í frum-
varpi til fjárlaga fyrir árið 2014.
Ákvörðun opinberra útgjalda er eitt mikilvægasta verk-
efni stjórnmála í hverju samfélagi. Með henni er tekin
afstaða til þess hvernig gæðum samfélagsins er varið, hversu
mikið fer til sameiginlegra þarfa eins og þær eru skil-
greindar í samfélaginu og hversu mikið fer til einkaneyslu.
Þetta er flókið verkefni sem á sér ekki neina eina rétta lausn
en er málamiðlun margvíslegra sjónarmiða og hagsmuna.
frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2014 og langtíma-
áætlun til 2017
Langtímaáætlun fjárlagafrumvarpsins er lítt upplýsandi en
af henni verður þó ráðið að boðaður er niðurskurður ríkis-
útgjalda næstu fjögur árin, sbr. eftirfarandi: „Í langtíma-
áætluninni (innsk. 2014–2017) er því á útgjaldahlið almennt
ekki gert ráð fyrir magnaukningu í þróun útgjalda yfir
tímabilið.“ (Langtímaáætlun kafli 3.4.1). Til viðbótar er gert
ráð fyrir um 5 milljarða niðurskurði á ári til 2017. (Ib 3.4.2.).
Þetta felur í sér að ekki verður unnt að bæta ástandið á þeim
sviðum opinberrar þjónustu þar sem úrbætur eru óhjá-
kvæmilegar og enn síður að mæta auknu álagi, t.d. vegna
fjölgunar aldraðra og aukins álags af þeim sökum. Í heild
má ætla að samdráttur ríkisútgjalda á áætlunartímabilinu
verði ekki undir 3% af VLF, eða 50–60 milljarðar króna. Sá
niðurskurður mun hafa mikil áhrif á opinbera þjónustu og
áhrif hans á efnahagsframvindu og þjóðfélagsþróun geta
orðið vond og langvarandi. Engin haldbær rök eru færð fyrir
þessum áformum.
En hvað býr að baki slíkum fyrirætlunum? Ákvörðun um
að skera niður ríkisútgjöld getur byggst á ýmsum forsend-
um og haft mismunandi markmið að leiðarljósi. Tilgangur-
inn getur verið sá að minnka samneyslu ef það er ríkjandi
viðhorf að hún sé of mikil. Markmiðið getur verið að hag-
ræða, þ.e. að veita óbreytta þjónustu með minni tilkostnaði.
Ástæðan getur líka verið verið efnahagspólitísk, svo sem að
draga úr þenslu í efnahagslífinu, eða fjármálaleg til að draga
úr skuldsetningu ríkissjóðs. Þær síðarnefndu eru háðar
ástandi efnahagsmála og í eðli sínu tímabundnar. Hvað af
þessu ræður ferðinni nú?
áhrif niðurskurðar á efnahagsmál
Naumhyggju í framlögum til velferðarmála o.fl. er rökstudd
með tilvísun í afleita stöðu ríkissjóðs og þjóðarbúsins. Því
mætti ætla að niðurskurðurinn væri tímabundin ráðstöfun
en svo er ekki. Engar úrbætur eru fram undan, engin
framtíðar sýn og engin fyrirhyggja. Reynt er að halda því
fram að skera verði niður og um leið að lækka tekjur ríkis-
sjóðs til þess að skapa það sem án rökstuðnings er ranglega
kallað „viðspyrna“. Hallaus ríkissjóður með niðurskurði
gjalda og tekna eins og stefnt er að í fjárlagafrumvarpinu
er ekki viðspyrna fyrir efnahagslífið fremur en eyðimerkur-
sandurinn í heimahögum teboðshreyfingarinnar.
Frá hruni hefur margt áunnist en björninn er ekki að
fullu unninn. Atvinnuleysi er enn of mikið og framleiðslu-
geta samfélagsins ekki fullnýtt. Það eru gild fræðileg efna-
hagsleg rök gegn því að skera niður ríkisútgjöld þegar eftir-
spurn í hagkerfinu er veik. Vöxtur einkaneyslu hefur verið
veikur og meðan svo er verður hagvöxtur einnig veikur.
Því er efnahagslega óráðlegt að skera niður. Niðurskurður
ríkisútgjalda mun draga úr eftirspurn, auka atvinnuleysi og
draga úr hagvexti. Lækkun ríkisútgjalda um 1% af VLF á ári
á mörgum næstu árum gæti dregið úr vexti VLF um 1–1,5% á
ári, þ.e. tekjur í samfélaginu yrðu 20–30 milljörðum lægri en
ella á ári hverju. Niðurskurðurinn mun því ekki aðeins gera
endurreisn almannaþjónustu ómögulega heldur draga niður
lífskjörin í landinu.
Skattalækkanir, töfrasproti teboðanna, vega lítið á
móti samdráttaráhrifum niðurskurðar, einkum þegar um
er að ræða skattalækkanir hjá hátekjufólki og fyrirtækj-
um. Lækkun auðlindagjalds í sjávarútvegi og niðurfelling
auðlegðar skatts og orkuskatts mun ekki hafa nein veruleg
áhrif á eftirspurn í hagkerfinu. Þau fáu prósent þjóðarinnar
sem eru aðnjótandi þessara lækkana munu ekki auka neyslu
á innlendri framleiðslu. Fjárfesting í fiskveiðum, meint en
órökrétt afleiðing af lækkun veiðigjalda, myndi þótt raun-
hæf væri litlu bæta við verðmætasköpun í sjávarútvegi, sem
til skamms tíma ræðst nær alfarið af kvóta og fiskverði á
erlendum mörkuðum. Afnám orkuskatts skilar sér að 80/100
til eigenda álvera og fjölgun álvera mun ekki skila neinum
teljandi tekjum hér á landi um langa framtíð, ef þá nokkurn
tíma. Viðspyrnukenning fjárlagafrumvarpsins er einfald-
lega byggð á fölskum forsendum. Með þessari pólitík er
líklegt að í stað vaxtar muni efnahagslífið grafa sig niður í
eyðimerkur sand teboðspostulanna.
Ríkissjóður er skuldsettur. Þær skuldir eru ekki vegna
þess að velferðarkerfið hafi verið of dýrt á fyrri árum.
Skuldirnar eru vegna óráðsíu bankanna og glámskyggni
stjórnvalda í aðdraganda hrunsins. Þessar skuldir á ekki að
leggja á almenning með frekari niðurskurði á opinberri þjón-
ustu en hlífa þeim sem grætt hafa á hruninu. Vaxtagreiðslur
ríkissjóðs af þessum auknu skuldum verða 2-3% af VLF á
næstu árum. Niðurskurður samneyslunnar hefur verið mikið
meiri en sem því nemur. Tekist hefur að rétta ríkisbúskapinn
svo af að vandalítið er að halda sjó án frekari niðurskurðar
ef rétt er haldið á málum. Vissulega væri mikið unnið með
því að lækka vaxtakostnað ríkissjóðs. Árangursríkast í því
efni er að losna við krónuna sem gjaldmiðil og lækka þannig
vaxtastig í landinu.
Hagræðing
Stórkarlalegar yfirlýsingar um milljarðatuga sparnað með
„hagræðingu“ munu ekki ganga eftir. Til þess eru engin efni
og líklegt er að boðuð stórmerki á þessum vettvangi verði
niðurskurður þjónustu í felulitum. Opinberar stofnanir á
Íslandi eru yfirleitt vel reknar og fara vel með fé. Á liðnum
árum hafa þær tekið á sig niðurskurð og sinna nú fleiri
verkefnum en áður fyrir minna fé. Allar staðreyndir um álag
á þær, fækkun starfsmanna, lægri laun o.fl. benda til þess að
hugmyndir um stórfelldan sparnað með svokallaðri hag-
ræðingu séu byggðar á sandi.
Það er sjálfsagt og nauðsynlegt að beita aðhaldi í rekstri
ríkisins. Því er best sinnt með stöðugu og virku eftirliti og
faglegum athugunum á því hvað megi betur fara og hvar
megi ná betri árangri eftir atvikum með sameiningu eða
uppskiptingu stofnana eftir því hvernig verkefnum þeirra er
háttað. Slík vinnubrögð eru vænlegri til árangurs en kross-
ferðir með lúðrablæstri og söng.
niðurskurður og
framtíð velferðar
álit
Indriði Þorláksson
Deildu með
umheiminum
04/04
„Skatta lækkanir,
töfrasproti te-
boðanna, vega
lítið á móti
samdráttar-
áhrifum niður-
skurðar, einkum
þegar um er að
ræða skatta-
lækkanir hjá
hátekjufólki og
fyrirtækjum.“