Kjarninn - 14.11.2013, Page 85

Kjarninn - 14.11.2013, Page 85
04/06 kjarninn DÓMSMÁL Einar Sigurðsson veitti Sveinbirni Indriðasyni, þáverandi fjármálastjóra FL Group, heimild til að fá aðgang að öllum bankareikningum FL Group hjá KBL. Það var ekki fyrr en eftir þrýsting, meðal annars frá þá- verandi forstjóra félagsins, að fjármunirnir skiluðu sér aftur á reikning FL Group í Kaupþingi banka hf. 30. júní 2005, eða rúmum tveimur mánuðum eftir brot ákærða samkvæmt ákæru. Fyrir þann tíma hafði millifærslan ekki verið færð í bókhald félagsins. Þann dag hafði KBL veitt Fons til að greiða umrædda fjármuni til baka til FL Group og gegnust ákærði og Jón Ásgeir Jóhannesson í persónulegar ábyrgðir fyrir endurgreiðslu lánsfjárhæðarinnar. Ekki verður séð að ákærði hafi á þeim tíma eða öðrum haft nokkur formleg tengsl við starfsemi Fons.“ Hannes Smárason sendi frá sér yfirlýsingu þegar greint var frá ákærunni. Hann hafnar þeim sakargiftum sem á hann 12.-14. mars 2005 Fons kaupir Sterling á fjóra milljarða króna. Á sama tíma voru þrír milljarðar króna milli- færðir frá FL Group inn á reikning í Kaupþingi í Lúxemborg. peningarnir fóru út af reikningnum og komu ekki aftur inn á hann fyrr en í júlí sama ár, um fjórum mánuðum síðar. 1. júlí 2005 Fons eignast Maersk Air og innlimar flugfélagið. Kaupverðið var ekki gefið upp en í fjöl- miðlum kom fram að það var ekki talið vera nokkurt. Félögin töpuðu enda samtals um átta milljörðum króna á árinu 2005. 16. október 2005 Hannes Smárason, sem þá var nýlega orðinn for- stjóri FL Group, og pálmi Haraldsson, aðaleigandi Fons, ganga frá kaupum FL Group á Sterling fyrir 15 milljarða króna. Sölu- hagnaður Fons af því að eiga Sterling og Maersk, sem töpuðu milljörðum króna á þessum tíma, varð því 11 milljarðar króna á um hálfu ári. fyrsti ársfjórðungur 2006 Sterling tapar rúmum tveimur milljörðum króna. tímalína atburða í sterling/ntH fléttunni Dragðu tímalínuna til að sjá alla atburðina

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.