Kjarninn - 14.11.2013, Page 92

Kjarninn - 14.11.2013, Page 92
11/11 kjarninn STJÓRNMÁL Hildur, Áslaug og Þorbjörg Helga hafa rætt um nauðsyn þess að eiga samstarf við aðra flokka í borginni og vinna að nýjum áherslum frekar en að tala fyrir möguleikanum á hreinum meirihluta í kosningum. Í þessum orðum má greina útrétta sáttahönd en um leið vilja til þess að koma Sjálfstæðis flokknum aftur í forystu, þótt það sé í samstarfi við aðra. Leiðtogavandi Eftir að Hanna Birna hvarf á braut hefur ekki verið augljóst hver ætti að taka við leiðtogahlutverki í Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík. Prófkjörið á laugardaginn mun skýra það en stóra spurningin sem eftir stendur er hvort nægilega mikil eining muni ríkja um nýjan leiðtoga. Erfitt er að sjá fyrir sér að Þorbjörg Helga, eftir tólf ár í borgarmálunum, sætti sig við að vera neðar en í öðru sæti hið minnsta, ef Júlíus Vífill eða Halldór verður kosinn til þess að leiða listann. Hvernig sem fer bíður Sjálfstæðisflokksins og þess fólks sem velst á lista hans erfitt hlutskipti í sveitarstjórnarkosningunum næsta vor í ljósi slæmrar stöðu hans nú, bæði í minnihluta í borgar- stjórn og í skoðanakönnunum. ÍtArEfni Frambjóðendur í prófkjörinu Á vef Sjálfstæðisflokksins Borgarfulltrúarnir í Reykjavík Á vef Reykjavíkurborgar Samkomulag um úXJY¸OOLQQ Á vef innanríkisráðuneytisins Smelltu á fyrirsagnirnar til að lesa ítarefnið

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.