Kjarninn - 14.11.2013, Síða 93

Kjarninn - 14.11.2013, Síða 93
12/12 kjarninn ÁLiT Þ egar kemur að því að taka lán eru Íslendingar svolítið eins og maður í eyðimörk að leita að vatni. Þegar loksins býðst vatn til sölu er hvorki spurt út í kostnað né gæði heldur er vatnið keypt og þambað af áfergju. Svo er dílað við af- leiðingarnar síðar. Undanfarin ár hafa Íslendingar t.d. gefið í þegar kemur að yfirdráttarlánum og starfsemi smálána- fyrirtækja hefur blómstrað árin eftir hið „svokallaða, hugsanlega og meinta“ hrun efnahagslífsins. Af þessu hafa margir miklar áhyggjur. Ekki bara hér á landi heldur víðar í Evrópu. Núna í byrjun nóvembermánaðar tóku gildi ný lög um neytendalán sem byggja á Evróputilskipun og auka gríðarlega alla pappírsvinnu í kringum smærri lán til einstaklinga og banna slík lán í ákveðnum tilvikum, að minnsta kosti í orði kveðnu. En þrátt fyrir allt okkar bölv og ragn út af skuldamálum og ólund Íslendinga í garð lánastofnana eru þeir sennilega afar fáir sem myndu vilja fara aftur til þess tíma þegar lífsins gæði voru alls ekki í boði fyrr en fólk hafði safnað sér fyrir þeim. Þótt skuldaþynnkan geti verið hrikaleg er ekki þar með sagt að fólk sé tilbúið að hætta að djamma. áhætta hvers og eins Og í grunninn er þetta viðhorf Íslendinga ekkert til að hafa áhyggjur af. Lánveiting er ákvörðun tveggja aðila, þess sem veitir lánið og þess sem tekur það. Báðir taka með því ákveðna áhættu og stundum verða vanskil. En þótt lán sé ekki að fullu endurgreitt heldur lífið áfram. Lánveitandinn reynir að innheimta og skuldarinn þarf á endanum að semja eða fara í einhver úrræði ef vandinn er orðinn mikill. Engir hvolpar deyja þótt vanskil verði á láni upp á nokkur hundruð þúsund. Skuldavandi heimilanna stafaði ekki af kreditkorta- lánum til að kaupa heimilistæki eða yfirdrætti upp á hálfa milljón heldur var það gríðarleg hækkun fasteignalána, eignabruni og minnkandi ráðstöfunartekjur sem gerðu út af við flesta. Námsmenn og ungt fjölskyldufólk eru dæmi um hópa sem nýta sér skammtímaskuldir, til dæmis til að mæta óvæntum útgjöldum. Þetta er sá tími ævinnar þegar fólk hefur lágar tekjur, mikil útgjöld og ekki náð að koma sér upp sparnaði eða varasjóði. Svo þegar hagurinn vænkast eru þetta lán sem fólk gerir upp. Í mörgum tilfellum munu nýju lögin verða til þess að flækja verulega eða jafnvel klippa alveg á að fólk í þessari stöðu fái lán. Velta má fyrir sér afleiðingunum af þessu og hvort þetta kunni að leiða til þess að einhvers konar neðanjarðarstarfsemi varðandi lánveitingar aukist ef hefð- bundnum lánastofnunum er orðið óheimilt að veita skamm- tímalán. Eitt er víst – óvænt útgjöld hætta ekki að verða til. Ekki svo að skilja að maður myndi mæla með því við neinn að taka yfirdrátt eða smálán. Rétt eins og maður myndi ekki mæla með því við neinn að fara og borða kvöld- matinn sinn á KFC. Ef vinur minn bæði mig um að mæla með veitingastað og hafa bestu hagsmuni hans í huga myndi ég sennilega enda á að nefna Gló eða Mann lifandi eða einhvern af þessum stöðum sem maður þykist hafa borðað á. En það er betra að fara á KFC en að borða ekki og svo vinnur fólk úr afleiðingunum í kjölfarið, andlega og líkamlega. bannað að lána í vissum tilfellum Nýju neytendalánalögin kveða á um ávallt skuli fara fram lánshæfismat þegar tekið er lán en greiðslumat þegar lán er yfir tveimur milljónum króna. Í lögunum er síðan kveðið á um að óheimilt sé að veita lántaka lán ef mat á lánshæfi eða greiðslumat leiðir í ljós að hann hafi „augljóslega ekki fjárhagslega burði“ til þess að standa í skilum með lánið. Orðalagið er auðvitað matskennt, þ.e. hvernig á að skilgreina hvenær einhver hefur augljóslega ekki fjárhagslega burði til að standa við hitt eða þetta, en í stað þess að lánveitandanum sé leyft að bera þessa áhættu hefur löggjafinn ákveðið að banna að slík lán séu veitt. Að minnsta kosti að nafninu til. Í greinargerð með lögunum segir nefnilega að ekki sé „tekin afstaða til stöðu lánssamninga þegar lánað er án þess að lánshæfismat fari fram, og greiðslumat, ef við á, eða ef lántaki hefur augljóslega ekki fjárhagslega burði til þess að standa í skilum með lánið. Dómstólum er látið eftir að móta framkvæmd á því sviði.“ Lánin halda samt gildi sínu Með öðrum orðum kveða lögin ekki á um neinar afleiðingar þess að veita slík lán þótt ekki sé farið að lögunum. Einu afleiðingarnar af því að fara gegn ákvæðum laganna eru að viðkomandi lánveitandi getur verið sektaður af Neytenda- stofu. Það er því ákveðin ráðgáta hvers vegna lán sem þessi eru bönnuð, fyrst þau eru í grunninn ekki ógildanleg. Því má velta fyrir sér hvað myndi gerast ef slíkt lán yrði veitt. Tökum dæmi: Maður nokkur fer og kaupir sér nýjan þurrkara úti í búð og dreifir greiðslum til sex mánaða en stendur ekki í skilum. Í ljós kemur að ekki var unnið láns- hæfismat á skuldaranum í upphafi. Á hann þá rétt á að fá lánið fellt niður? Ef svo er, þyrfti hann ekki þá að skila þurrkaranum, svo að hann hafi nú ekki grætt á þessu öllu saman? Og hvað með þurrkarann, sem er nú orðinn nokkurra mánaða gamall? Á lánveitandinn þá að fara út í kostnað við að sækja þurrkarann og sitja upp með nokkura mánaða gamlan þurrkara? Sama ætti við um t.d. yfirdráttar- lán upp á 500 þúsund krónur – ætti skuldarinn að skila peningunum? Eða er hann 500 þúsund krónum ríkari? Að ákveða með lögum fyrir fram hverjum lánveitandi má lána og hverjum ekki, þegar lánveitandinn ber áhættuna sjálfur, er óskiljanlegt. „tekið á“ smálánafyrirtækjum Smálánafyrirtækin hér á landi hafa fengið töluverða athygli að undanförnu og ákvæði nýju laganna um 50% hámarksálag á einu ári er greinilega beint að þeim. Þótt mikil ásókn hafi verið í smálán undanfarin ár, bæði hér á landi og annars staðar, virðist þessi starfsemi hafa verið stjórnmálamönnum og ýmsum fleirum sérstakur þyrnir í augum með þeim rök- um að teknir séu háir vextir. Þetta eru reyndar sömu stjórn- málamennirnir og gerðu ekkert sérstakt í því þegar dráttar- vextir í landinu voru 25-27%, á sama tíma og heimilin voru hvað verst sett með sín skuldamál. En verða svo alveg foxillir þegar sá sem fær lánaðar kr. 20.000 þarf að endurgreiða kr. 20.678 þrjátíu dögum síðar. Vissulega er það hátt hlutfall, t.d. reiknast það sem um 40% ársvextir, en þetta er samt sem áður bara þessi fjárhæð, kr. 678. Á móti kemur hins vegar að viðkomandi fær lán strax, án þess að leggja fram tryggingar eða veð, heldur er lánið einfaldlega veitt í trausti þess að það verði endurgreitt. Áhætta lánveitandans er því umtalsverð og afskrifa þarf töluverðan fjölda þessara lána. tilviljanakennd inngrip Þessi tilviljanakenndu inngrip stjórnvalda í lánamál eru illskiljanleg. Smærri lán til einstaklinga hafa hjálpað mörgum fram til þessa og verið veitt án sérstakra vandamála og án þess að gera þurfi lánshæfismat í þúsundavís á degi hverjum. En það má auðvitað alltaf finna sér vandamál til að setja lög um ef menn eru þannig þenkjandi. Það val sem einstaklingum hefur staðið til boða hingað til, þ.e. að geta bjargað sér með skammtímafjármögnun, hefur nú verið tak- markað fyrir töluverðan hóp fólks, kannski einmitt þann hóp sem þarf hvað mest á slíku vali að halda. skulda fíkill kaupir þurrkara á afborgunum álit Árni Helgason lögmaður Deildu með umheiminum 12/12 „Þótt mikil ásókn hafi verið í smálán undan- farin ár, bæði hér á landi og annars staðar, virðist þessi starfsemi hafa verið stjórnmála- mönnum og ýmsum fleirum sérstakur þyrnir í augum með þeim rökum að teknir séu háir vextir.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.