Kjarninn - 13.02.2014, Page 6
03/04 lEiðari
margt af því er grunað um fordæmlausa markaðs misnotkun
og aðra alvarlega glæpi í ofanálag altjóns fyrir hluthafa
og mikil tjóns fyrir kröfuhafa. Allt var þetta á vakt lélegra
eftirlits stofnana undir pólitískri forystu.
Best að auka samkeppni
Fyrir mér horfir staðan þannig við að besta niðurstaðan í
þessari endurskipulagningu fyrir neytendur á Íslandi væri
að fá erlendan banka inn í íslenskt atvinnulíf sem gæti veitt
harða samkeppni, boðið betri kjör en íslensku bankarnir á
grundvelli betra lánakjara á erlendum mörkuðum og þannig
raunverulega breytt landslaginu í íslensku
atvinnulífi. Þó að áhættulag allra lánveitinga
á Íslandi verði alltaf hátt vegna mikillar
verðbólgu myndi það samt hafa mikil áhrif
á stöðu mála ef íhaldssamur norrænn banki,
til dæmis norskur, opnaði útibú hér á landi
og byði almenna þjónustu. Full ástæða ætti
að vera fyrir stjórnvöld að ýta undir að gera
þetta að veruleika frekar en hitt. Þó að erlendir bankar séu
umsvifamiklir hér á landi þegar kemur að lánum til stórra
fyrirtækja, til dæmis orkufyrirtækja, er það nálægðar-
þjónustan við almenning sem gæti breytt málum til batnaðar,
stuðlað að virkari samkeppni. Auk þess yrði gjaldeyririnn
sem kæmi inn í hagkerfið með nýjum eigendum vel þeginn
og liður í að minnka þrýsting á krónuna.
Stjórnvöld geta gert einn áhrifamikinn hlut þegar kemur
að umbreytingu á eignarhaldi fjármálakerfisins í samhengi
við afnám eða rýmkun fjármagnshafta. Það er að birta allar
upplýsingar er varða mögulegar breytingar á eignarhaldi
fjármálakerfisins jafnóðum og þær verða til. Það er einfald-
lega að birta öll gögn er þetta mál varðar svo að almenningur
geti fylgst með öllu ferlinu á gagnsæjan hátt.
Margt af því sem þegar hefur verið birt varðandi
fjármagns höftin og framtíðarskipan í fjármálakerfi landsins
vekur spurningar um hvort stjórnmálamenn séu að fara með
rétt mál þegar þeir tjá sig opinberlega. Til dæmis hafa Bjarni
„Þessar krónur
virðast margir
vilja fá í sína vasa,
styrkja stöðu sína,
auka völd sín.“