Kjarninn - 13.02.2014, Page 7

Kjarninn - 13.02.2014, Page 7
04/04 lEiðari Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ítrekað sagt að fjármagns höft verði afnumin áður en langt um líður en opin- berar skýrslur Seðlabanka Íslands, Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og stjórnvalda segja allt annað. Í þeim stendur að allar lykil- upplýsingar um gang mála í íslenska hagkerfinu bendi til þess að ekki sé hægt að hætta á það að láta íslensku krónuna verðmyndast á frjálsum markaði heldur þurfi að styðja við stöðugleika í gengismálum með viðamiklu fjárstýringar- hlutverki fyrir efnahagsreikning þjóðarbúsins innan seðla- bankans, þar sem höft á frjálsar fjármagnshreyfingar er lykil atriði. Stjórnmálamenn skulda betri skýringar á því hvort það standi yfir höfuð til að afnema fjármagnshöft, jafnvel þó að þeir hafi síendurtekið talað um mikilvægi þess. Þversögnin á milli frumgagna og rannsókna annars vegar og síðan orða stjórnmálamanna hins vegar er öllum ljós. Í ljósi risavaxinna verkefna um framtíðarskipan fjármála kerfisins og almannahagsmuna sem undir eru verður forvitnilegt að fylgjast með framhaldinu. Myndin af baráttunni um krónurnar sem blasir við er á margan hátt óhugguleg eins og hún lítur úr núna en þar huggun harmi gegn að hún er ekki tilbúin ennþá.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.