Kjarninn - 13.02.2014, Page 9

Kjarninn - 13.02.2014, Page 9
02/06 EFnahagsmál r áðgjafar á vegum slitastjórnar Glitnis funduðu um miðjan janúar með stærstu bönkum Skandin- avíu með það fyrir augum að kanna áhuga fyrir því að skrá Íslandsbanka á markað á Norður- löndunum. Niðurstaða fundanna var sú að áhugi væri fyrir slíku og að það gæti gerst tiltölulega hratt. Bankinn yrði þá tvískráður á markað; stærsti hluti bréfa hans í Kauphöllina í Osló en 10-20 prósent á Íslandi. Hvort af þessu geti orðið veltur þó alfarið á afstöðu íslenskra stjórnvalda. Íslandsbanki, sem er í 95 prósenta eigu þrotabús Glitnis, verður ekki seldur nema sem hluti af nauðasamn- ingsuppgjöri. Ekki liggur fyrir hvort föllnu bönkunum sem óskað hafa eftir undanþágum frá fjármagnshöftum verður leyft að klára nauðasamninga eða hvort þeim verður gert að fara í gjaldþrot. Pólitísk ákvörðun um slíkt liggur ekki fyrir og beiðnum þrotabúanna um undanþágur hefur enn ekki verið svarað. Slíkt svar mun líkast til ekki berast fyrr en í fyrsta lagi í apríl. gefa krónurnar eftir Kröfuhafar Glitnis og Kaupþings virðast hafa sætt sig við að þeir fái ekki að skipta íslenskum krónum sem bú þeirra eiga í erlenda gjaldmiðla. Þeir vilja hins vegar fá að greiða sér út þær erlendu eignir sem búin eiga, enda telja þeir þær ekki hafa nein kerfisleg áhrif á íslenska efnahags kerfið. Með því að selja Íslandsbanka fyrir erlendan gjaldeyri myndu kröfuhafar Glitnis fá gjaldeyri fyrir Íslandsbanka, en bókfært virði hans er um 132 milljarðar króna. Þá myndi losna um tæpan helming þeirrar snjóhengju íslenskra króna í eigu útlendinga sem er tilkomin vegna slita Glitnis og skref stigið í átt að afnámi fjármagnshafta. Gangi þetta eftir virðast kröfuhafar tilbúnir að gefa eftir þorra krónueigna sinna með því að taka lágu tilboði í þær frá t.d. félagi í eigu Seðlabanka Íslands. Það sem eftir myndi standa yrði sett á skuldabréf sem myndi fjármagna nýju bankana á lágum vöxtum til langs tíma og lækka þar með fjármagnskostnað þeirra. EFnahagsmál Þórður Snær Júlíusson

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.