Kjarninn - 13.02.2014, Síða 9

Kjarninn - 13.02.2014, Síða 9
02/06 EFnahagsmál r áðgjafar á vegum slitastjórnar Glitnis funduðu um miðjan janúar með stærstu bönkum Skandin- avíu með það fyrir augum að kanna áhuga fyrir því að skrá Íslandsbanka á markað á Norður- löndunum. Niðurstaða fundanna var sú að áhugi væri fyrir slíku og að það gæti gerst tiltölulega hratt. Bankinn yrði þá tvískráður á markað; stærsti hluti bréfa hans í Kauphöllina í Osló en 10-20 prósent á Íslandi. Hvort af þessu geti orðið veltur þó alfarið á afstöðu íslenskra stjórnvalda. Íslandsbanki, sem er í 95 prósenta eigu þrotabús Glitnis, verður ekki seldur nema sem hluti af nauðasamn- ingsuppgjöri. Ekki liggur fyrir hvort föllnu bönkunum sem óskað hafa eftir undanþágum frá fjármagnshöftum verður leyft að klára nauðasamninga eða hvort þeim verður gert að fara í gjaldþrot. Pólitísk ákvörðun um slíkt liggur ekki fyrir og beiðnum þrotabúanna um undanþágur hefur enn ekki verið svarað. Slíkt svar mun líkast til ekki berast fyrr en í fyrsta lagi í apríl. gefa krónurnar eftir Kröfuhafar Glitnis og Kaupþings virðast hafa sætt sig við að þeir fái ekki að skipta íslenskum krónum sem bú þeirra eiga í erlenda gjaldmiðla. Þeir vilja hins vegar fá að greiða sér út þær erlendu eignir sem búin eiga, enda telja þeir þær ekki hafa nein kerfisleg áhrif á íslenska efnahags kerfið. Með því að selja Íslandsbanka fyrir erlendan gjaldeyri myndu kröfuhafar Glitnis fá gjaldeyri fyrir Íslandsbanka, en bókfært virði hans er um 132 milljarðar króna. Þá myndi losna um tæpan helming þeirrar snjóhengju íslenskra króna í eigu útlendinga sem er tilkomin vegna slita Glitnis og skref stigið í átt að afnámi fjármagnshafta. Gangi þetta eftir virðast kröfuhafar tilbúnir að gefa eftir þorra krónueigna sinna með því að taka lágu tilboði í þær frá t.d. félagi í eigu Seðlabanka Íslands. Það sem eftir myndi standa yrði sett á skuldabréf sem myndi fjármagna nýju bankana á lágum vöxtum til langs tíma og lækka þar með fjármagnskostnað þeirra. EFnahagsmál Þórður Snær Júlíusson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.