Kjarninn - 13.02.2014, Page 13

Kjarninn - 13.02.2014, Page 13
06/06 EFnahagsmál skortur á pólitískum vilja Það nægir hins vegar ekki að áhugi sé til staðar hjá erlendu fjárfestunum. Pólitískur vilji þarf að vera til að fara þessa leið svo að hún sé greiðfær. Heimildir Kjarnans herma að þeir sem vinni verkefnið fyrir þrotabú Glitnis hafi hitt ráðamenn, meðal annars Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, til að kynna þeim málið. Það hefur einnig ítrekað verið kynnt fyrir Seðla bankanum. Kjarninn óskaði eftir viðbrögðum frá honum vegna þessa. Hvort þessi leið væri greiðfær og til góða. Stefán Jóhann Stefáns son, fulltrúi Seðlabankans, vildi ekki tjá sig um málið og sagðist ekkert geta „sagt til um atriði sem hugs- anlega kunna að vera til umfjöllunar milli Seðlabankans og þeirra sem til hans þurfa að leita“. Seðlabankinn mun ekki taka afstöðu til nauðasamningsumleitana þrotabúa föllnu bankanna fyrr en sérfræðingar hans hafa lokið við að gera greiðslujafn- aðargreiningu fyrir íslenska þjóðarbúið. Búist er við því að hún muni liggja fyrir í lok mars eða byrjun apríl í fyrsta lagi. Þangað til verður lítið aðhafst með tvískráningarhugmyndina, en bjartsýn- ustu menn vonast þó til þess að hægt yrði að ráðast í þær í september ef leyfi fæst til. Þrýstingur á að leysa eignir til sÍn Því fer fjarri að einungis einn skóli hugmynda sé uppi um hvernig sé best að leysa úr slitum föllnu bankanna. Áhrifamikill hópur sem stendur ráða- mönnum nærri telur að leysa eigi allar krónu- eignir kröfuhafa til hins opinbera, eða félags undir stjórn þess, og úthluta þeim þaðan aftur. Þessi hópur vill að nauðasamnings umleitunum verði synjað og þá beri þrotabúunum samkvæmt lögum að fara í gjaldþrotaskipti. Hluti þessa hóps vill ganga lengra en þetta, setja búin í þrot og breyta um leið öllum eignum þeirra, innlendum sem erlendum, í íslenskar krónur. Þannig komist Íslendingar yfir mikinn gjaldeyri og geti þar með lagað erlenda skulda- stöðu sína mikið. Gagnrýnendur segja að slík aðgerð myndi hafa tvo mjög neikvæða fylgifiska. Í fyrsta lagi myndi snjóhengjuvandinn svokallaði margfaldast. Krónur í eigu útlendinga myndu hlaupa á þúsundum milljarða króna. Í öðru lagi myndi alþjóðleg tiltrú á Íslandi hverfa.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.