Kjarninn - 13.02.2014, Síða 16

Kjarninn - 13.02.2014, Síða 16
02/04 Viðskipti s alan á HTO ehf., sem á Höfðatorg, markar enda- lokin á einni umfangsmestu fjárhagslegu endur- skipulagningu á sviði fasteignaverkefna sem rekja má aftur ríflega fimm ár, eða til hrunsins í október 2008. Þá komust uppbyggingaráform á svo- kölluðum Höfðatorgsreit í uppnám. Íslandsbanki hefur unnið úr stöðu mála með Pétri Guðmundssyni, eiganda og forstjóra verktakafyrirtækisins Eyktar, sem nú vinnur að stórfelldri uppbyggingu íbúða og hótels á Höfðatorgsreitnum. Áformað er að reisa á bilinu 70 til 75 íbúðir á reitnum í tólf hæða íbúðaturni auk hótelbyggingar sem verður í sextán hæða turni. Heildarkostnaður þessarar uppbyggingar er áætlaður um tólf milljarðar króna en uppbyggingin er komin vel á veg þó að ekki sé áætlað að þeim ljúki fyrr en í árslok 2016. á annan tug milljarða Fast-1 slhf., félagið sem er að mestu í eigu lífeyrissjóða og tryggingarfélaga, keypti á dögunum HTO og nemur kaup- verðið vel á annan tug milljarða króna, samkvæmt heimild- um Kjarnans. Bókfært virði nítján hæða turnsins á Höfða- torgi var 11,2 milljarðar króna í árslok 2011 en síðan þá hefur gengið vel að glæða hæðir hússins lífi og er það að langmestu leyti í útleigu núna. Meðal leigutaka eru Reykjavíkurborg, Reiknistofa bankanna, Fjármálaeftirlitið, Olís, Samherji og lögmannsstofan BBA Legal. nauðasamningur Hinn 24. júní 2011 var gerður nauðasamningur milli HTO ehf. og kröfuhafa félagsins, þar sem Íslandsbanki var langsam- lega fyrirferðarmestur. Hann var staðfestur í Héraðsdómi Reykjavíkur 25. janúar 2012. Með þessum samningum fékk félagið 15 milljarða króna afskrifaða og var þessum skuldum breytt í hlutafé að stórum hluta. Staða félagsins kúventist við þessa breytingu. Eigið féð var neikvætt um 10,8 milljarða króna en var að samningunum loknum jákvætt um 1,8 millj- arða króna en tíu milljarða skuldir voru endur fjármagnaðar þessu samhliða, færðar úr erlendri mynt í krónur. Viðskipti Magnús Halldórsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.