Kjarninn - 13.02.2014, Page 29

Kjarninn - 13.02.2014, Page 29
04/06 hEilBrigðismál barn fyrir par eða einstakling og hefur fallist á fyrir með- gönguna að afhenda verðandi foreldrum barnið eftir fæðingu. Hefðbundin staðgöngumæðrun kallast það þegar staðgöngumóðir gengur með sitt eigið barn í þeim tilgangi að afhenda það erfðafræðilegum föður og hugsanlega maka hans. Þegar staðgöngumóðirin hefur enga erfðafræðilega tengingu við barnið og það er getið með glasafrjóvgun er það kallað full staðgöngumæðrun. Í slíku tilfelli geta báðar kynfrumur komið frá verðandi foreldrum. Staðgöngumæðrun getur í sumum tilfellum verið síðasta úrræðið fyrir par eða einstakling til að eignast barn. Þetta úr- ræði getur verið kostaðarsamt, svo ekki sé talað um umdeilt. Mikilvægt er að gera skýran greinarmun á því hvort um er að ræða staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni eða í hagnaðarskyni. Frumvarp á leiðinni í vetur Ríkisstjórnin hyggst leggja fram frum- varp í vetur um að leyfa staðgöngu- mæðrun í velgjörðarskyni. Nefnd á vegum velferðarráðuneytisins hefur verið að vinna að gerð frumvarpsins. Samkvæmt síðustu þingsályktunartillögu um staðgöngumæðrun verður lögð áhersla á að stíft eftirlit verði með meðgönguferlinu, fyrir getnað og eftir fæðingu hjá bæði staðgöngumóður og verðandi foreldrum. Staðgöngumóðir sem gengur með barn í velgjörðarskyni fær ekki greidd laun fyrir að ganga með barnið heldur er allur aukakostnaður beintengdur við meðgönguna. Hluti af ferlinu sem staðgöngumæður þurfa að fara í gegnum er kostnaðarsamur, hormónameðferðir og tæknifrjóvganir eru hluti af þessu ferli og þann kostnað bera komandi foreldrar. hormónameðferð og tæknifrjóvgun Soffía Fransiska Rafnsdóttir Hede, talsmaður Staðgöngu, stuðningsfélags staðgöngumæðrunar á Íslandi, telur að staðgöngu mæðrun í velgjörðarskyni sé úrræði sem Ís- lendingar ættu vel að geta útfært á mannúðlegan hátt. „Fyrst voru þau að hugsa um að fara til Danmerkur en svo fundu þau leið til þess að gera þetta hér á landi.“

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.