Kjarninn - 13.02.2014, Síða 44

Kjarninn - 13.02.2014, Síða 44
02/07 Viðtal Þ að er kalt og tekið að húma þegar brosmild Mar- grét Rán Magnúsdóttir tekur á móti blaðamanni og ljósmyndara, sem staðið höfðu sem illa gerðir hlutir í miðju iðnaðarhverfinu í Hafnarfirði, leit- andi að æfingahúsnæði hljómsveitarinnar Vakar. Margrét er söngkona og helsti lagasmiður sveitarinnar, sem varð fræg á Íslandi nánast á einni nóttu eftir glæstan sigur í síðustu Músíktilraunum. Margrét tekur á móti pressuliðinu í dyragættinni á véla- verkstæði í eigu föður hennar, en sveitin hefur fengið afdrep uppi á lofti, fyrir ofan varahluti og olíur, til að iðka list sína. Hljómsveitin fagnar eins árs afmæli sínu um þessar mundir. „Við Andri vorum að fikta í tónlistarforriti hvort í sínu lagi og vorum að kasta á milli okkar töktum og hugmyndum, en okkur hafði alltaf langað til að gera eitthvað saman. Svo eitt kvöldið spurði ég hann bara í spassakasti hvort hann væri ekki til í að taka þátt í Músíktilraunum með mér. Hann sagði já, þannig að við sóttum um, en þá áttum við bara eitt lag,“ segir Margrét. sigur sem opnaði dyr Hin nýstofnaða hljómsveit settist þá niður og samdi tvö lög til viðbótar og gerði sér lítið fyrir og vann Músíktilraunir. Margrét segir sigurinn hafa breytt miklu fyrir sveitina. „Hann opnaði fullt af dyrum fyrir okkur. Við fengum mikla athygli og þá var byrjað að hringja í okkur og biðja okkur um að spila. Við vissum auðvitað ekki skít á þessum tíma og höfðum í raun ekki hugmynd um hvernig við ættum að koma fram með öllu þessu tölvudóti. Þetta var allt eitthvað svo mikil tilraun, en síðasta ár er búið að vera mikill skóli.“ Auk Margrétar skipa hljómsveitina þeir Andri Már Enoks- son, sem spilar á saxófón og annast útsetningar, og Ólafur Alexander Ólafsson sem leikur á gítar, en sá síðastnefndi gekk formlega til liðs við hljómsveitina í sumar. „Við buðum honum að taka þátt í Músíktilraununum með okkur á sínum tíma en þá var hann akkúrat á leiðinni í skólaferðalag til Póllands á sama tíma. Svo þegar við sögðum honum að við Viðtal Ægir Þór Eysteinsson Myndir: Anton Brink
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.