Kjarninn - 13.02.2014, Side 56

Kjarninn - 13.02.2014, Side 56
06/07 pistill kandíflossi. Af hverju má ekki selja ferska ávexti úti undir beru lofti? Það eitt og sér skapar stemningu og góða lykt. Satt að segja eru borgarbúar svo þyrstir í nýbreytni að það var nóg að opna nýja ísbúð í hollari kantinum á Grandanum í sumar til að hundruð manna flykktust þangað dag eftir dag. Svo ég tali nú ekki um opnunardag Bauhaus þegar þúsundir manna þyrptust þangað. Þessa nýjungagirni skorti sárlega þegar eina ungbarna- kaffihúsið í miðbænum þurfti að hætta rekstri eftir stutta starfsemi. Það var yndislegur viðkomustaður með heimagert grænmetis mauk og barna- dót en eitthvað vantaði upp á í menningu borgarbúa svo það fengi að þrífast. Það eru jú íbúarnir sem skapa borgina og þeir verða að hafa rænu á að rækta gott framtak. ‰JV©HIWLU¾HVVXEDUQDNDIõKºVL … þó að ég hafi fagnað veitingastaðnum Bergsson sem tók við húsnæðinu. Raunar var Bergsson einn af fáum stöðum þar sem við mæðginin leituðum skjóls síðasta sumar, enda fékk erfinginn að háma í sig hnetusmjörið í boði hússins. Flestir þjónustu- staðir í miðbænum voru pakk fullir af túristum á fjallgöngu- skóm að kaupa sér eftirlíkingu af Sesar-salati á uppsprengdu verði og skoða tuskulunda eða ullarpeysur. Ég hef ekkert á móti túristum, þeir setja skemmtilegan svip á borgina og halda margri þjónustunni þar gangandi. En það þarf líka að hugsa út í þarfir barna og fjölskyldna þeirra í stað þess að gera ósjálfrátt ráð fyrir að það sé sniðugast fyrir allt það lið að hanga í Kringlunni og Smáralind. Á hverjum degi röltum við mæðginin út og ég barmaði mér yfir því að á virkum sumareftirmiðdegi í miðbæ Reykja- víkur væri ekki gert ráð fyrir móður og barni í leit að dægra- styttingu. Meira að segja fuglarnir við Tjörnina reyndu að flæma okkur í burtu með gargi sem minnti á bíómyndina The Birds. „Meira að segja fuglarnir við Tjörnina reyndu að flæma okkur í burtu með gargi sem minnti á bíó- myndina The Birds.“

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.