Kjarninn - 13.02.2014, Page 60
03/04 lÍFsstÍll
suðlægur og mittið breitt eins og símastaur. Múffutoppur yfir
gallabuxnastrengnum. Verkamannahendur og þvottur ofan
á þvottabrettinu. Þumalputti og vísifingur klípa og klemma
hverja húðflygsu sem næst í, og hella olíu á sjálfseyðingar-
bálið sem nú logar glatt.
samviskubitsárásin
Og saltið sem er mokað ofan í sárið er samviskubits áskriftin.
Í ræktinni er samviskan innanétin því hún tekur tíma frá
fjölskyldunni. Skömmin yfir að vinna yfir-
vinnu og missa af æfingu er allsráðandi,
sektarkenndin er í sjöunda veldi yfir því
að setja ungann í barnapössun meðan
hamagangi er troðið inn milli Hagkaups-
ferða og skutli í píanótíma. Samviskubit,
sektarkennd og niðurrif eru hryðjuverk
á sálinni sem fylla hana af vonleysi og
hjálparleysi og leiða oft til óæskilegra
ákvarðana, eins og ofáts til að deyfa slíkar
neikvæðar tilfinningar. Þá hækkar enn
frekar summan í samviskubitsbankanum,
með sektarkenndina í botni og áhyggjur
af kílóum. Loforðið um betrun á sjálfi
„á morgun“ losar um spennuna og í ör-
væntingu er daðrað við megrunarskrattann
og skyndilausnabransinn hlær í bankanum
á meðan þú situr pikkfastur í ömurlegum
vítahring og spólar eins og Yaris á
Holtavörðuheiðinni.
Við þurfum að hætta þessari
sjálfseyðingu. Hætta að velta okkur upp
úr óraunhæfum væntingum til sjálfsins því það felur ekkert
í sér nema brotna sjálfsmynd, depressífa lund og lítið
sjálfstraust.
hvað er í gangi baksviðs?
Fólk birtir þér einungis þann veruleika sem það vill að þú
falsímyndir fallega fólksins
Kim Kardashian hefur verið
dugleg að pósta myndum af
sér við hin ýmsu tækifæri.
Hún birtir sjaldan eða aldrei
myndir af sér þar sem hún er
illa haldin af „ljótunni“.