Kjarninn - 13.02.2014, Page 65

Kjarninn - 13.02.2014, Page 65
02/05 markaðsmál Virkni fyrirtækja á samfélagsmiðlum könnuð Þá vaknar spurningin hversu virk íslensk fyrirtæki eru á samfélagsmiðlum og hversu margir fylgjast með þeim þar. Í janúar síðast- liðnum mældi ég notkun íslenskra fyrirtækja á samfélags miðlum í þriðja sinn. Þessar athuganir sýna að að íslensk fyrirtæki eru mun virkari á Facebook en áður og fylgjendafjöldi Facebook- síðna íslenskra fyrirtækja og vörumerkja hefur vaxið gríðarlega. Í þessum athugunum hef ég skoðað notkun samfélagsmiðla um 30 vel þekktra fyrirtækja á Facebook og Twitter. Í könnuninni 2012 skoðaði ég þessi mál hjá 32 aðilum, árið 2013 voru þeir 35. Núna í ársbyrjun 2014 skoðaði ég notkun samfélags miðla hjá 34 fyrirtækjum og vöru- merkjum. Því þarf að taka samanburð á milli ára með ákveðnum fyrirvara. Vinsældir Facebook aukast stöðugt Heildarfjöldi fylgjenda Facebook-síðna fyrir- tækja og vörumerkja taldist vera rúmlega 275.000 í upphafi árs 2012. Þessi tala er komin upp í hálfa milljón í janúar 2014. Twitter hefur ekki náð sama flugi. „Aðeins“ 41 þúsund notendur fylgja Twitter-reikningum þeirra fyrirtækja og vörumerkja sem skoðuð voru í ársbyrjun 2014. Þetta er þó tvöföldun á fylgjenda- fjölda fyrirtækja á Twitter frá ársbyrjun 2013. Fjöldi LinkedIn-fylgjenda var talinn í fyrsta sinn nú í janúar síðastliðnum og reyndist hann vera tæplega 13 þúsund manns. Það verður fróðlegt að sjá hvernig notkun á LinkedIn þróast á næstu misserum, en eins og sagt var frá í grein í Kjarnanum sem birtist 9. janúar höfum við hjá Advania merkt mikla fjölgun heimsókna á vef okkar frá LinkedIn. 100% 80% 60% 40% 20% 0% jan. 2012 jan. 2013 jan. 2014 64 % 48 % 64 % 43 % 88 % 40 % 16 % Q Facebook Q Twitter Q LinkedIn Fyrirtæki í samfélaginu Íslensk fyrirtæki og vörumerki virk á samfélagsmiðlum 500 400 300 200 100 0 Fjöldi fylgjenda Fjöldi fylgjenda á Facebook, Twitter og LinkedIn Q Facebook Q Twitter Q LinkedIn ja n. 2 01 2 ja n. 2 01 3 ja n. 2 01 4 ja n. 2 01 2 ja n. 2 01 3 ja n. 2 01 4 ja n. 2 01 2 ja n. 2 01 3 ja n. 2 01 4 *Allar tölur í þúsundum 27 5. 66 0 33 3. 70 0 48 9. 02 8 15 .6 70 20 .0 17 41 .1 43 12 .3 86

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.