Kjarninn - 13.02.2014, Side 67

Kjarninn - 13.02.2014, Side 67
04/05 markaðsmál Ég mældi hversu mörg fyrirtæki voru með Google+ síðu. Meirihluti fyrirtækja var með slíka síðu. Þó að Google+ sé kannski ekki mikið notaður samfélags- miðill lítur út fyrir að Google verðlauni þá vefi sem eru tengdir við Google+ í leitarniðurstöðum. Því er um að gera að nýta þennan miðil. Facebook er ekki lengur ókeypis miðill fyrir fyrirtæki Íslensk fyrirtæki hafa stóraukið notkun sína á Facebook og eru duglegri en áður að tengja saman vefi sína við samfélags- miðilinn. Þó eru blikur á lofti. Breytingar sem hafa verið gerðar á virkni Facebook fela það í sér að fyrirtæki verða í vaxandi mæli að greiða fyrir dreifingu á efni þar. Þetta eru viðbrögð Facebook við sívaxandi notkun einstaklinga og fyrir tækja á miðlinum. Fyrirtæki þurfa því að ákveða hvort og þá hvernig þau sjá sér hag í að verja fjármunum til að koma efni sínu á fram- færi á Facebook. Góðu fréttirnar eru að Facebook er enn sem komið er afar hag- kvæmur auglýsingamiðill sé miðað við kostnað á hvern smell. Ekki er óalgengt að þessi kostnaður sé um það bil einn tíundi af því sem hann er á stóru innlendu fréttamiðlunum hér á landi. Þegar þetta er vegið og metið þarf þó einnig að meta gæði vef- umferðar og arðsemi herferða. Það er reynsla þess sem hér skrifar að besta vefumferðin komi frá notendum sem koma í gegnum leit á Google-leitarvélinni. Það ætti að beina fyrir- tækjum í þá átt að efla eigin útgáfu og keppa að því að hafa sterka stöðu á leitarvélum. smáa letrið Þessi könnun er óformleg yfirferð og telst ekki vera há- vísindaleg. Fyrirtækin í henni völdust einfaldlega í hana þar sem þau teljast stór og vel þekkt á íslenskum markaði. Ekki Framleiða eigið efni á vefnum Fyrirtæki með einhvers konar efnisútgáfu Já 47%Nei 53% nota google+ Fyrirtæki sem nýta Google+ Nei 60% Já 40%

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.