Kjarninn - 13.02.2014, Page 76
02/05 tÓnlist
major lazer
Major Lazer var uppruna-
lega samstarfsverkefni
plötusnúðanna og upptöku-
stjóranna Diplo og Switch
og sendi sveitin fyrst frá
sér breiðskífuna Guns
Don‘t Kill People... Lazers
Do árið 2009 sem inniheld-
ur smelli á borð við „Hold
The Line“, „Pon De Floor“
og „What U Like“. Í fyrra
sneri Major Lazer til baka
með aðra breiðskífu sína,
Free the Universe, og að
þessu sinni er Diplo einn
síns liðs á tökkunum en
þó með fjölda frábærra
söngvara sem ljáðu Major
Lazer raddir. Má þar
nefna Amber Coffman og
David Longstreth úr Dirty
Projectors, Ezra Koenig
úr Vampire Weekend,
Peaches, Santigold og ofur-
popparann Bruno Mars.
Bonobo
Bonobo er listamannsnafn
breska upptökustjórans
Simon Green, sem er Ís-
lendingum að góðu kunnur
enda hefur hann haft
feykileg áhrif á íslenska
raftónlistarmenn af yngri
kynslóðinni. Til Bonobo
heyrðist fyrst árið 1999
þegar Tru Thoughts sendi
frá sér safnskífuna When
Shapes Join Together. Fyrsta
breiðskífa hans, Animal
Magic, leit dagsins ljós árið
2001 og þótti sníða nýjan
stakk á downtempo og trip
hop senuna sem var ríkjandi
í Bretlandi á þessum árum.
Næstu plötur Bonobo voru
gefnar út af hinu ráðsetta
útgáfumerki Ninja Tune,
sem gerði honum kleift að
auka vinsældir sínar og
vinna með söngkonum á
borð við Erykuh Badu og
fleiri.
jon hopkins
Einn umtalaðsti upptöku-
stjóri og tónlistarmaður
síðari ára er án efa hinn
breski Jon Hopkins. Áður
en hann gaf út sína fyrstu
breiðskífu í fyrra hafði
hann getið sér gott orð
sem samstarfsmaður
Brian Eno, David Holmes,
Coldplay og King Creosote.
Jon heimsótti Ísland fyrir
skömmu til þess að spila
á Iceland Airwaves í fyrra
og er mál flestra sem sáu
hann að hann hafi borið af
öðrum tónlistarmönnum
það kvöld. Frumburður
hans, Immunity, þykir
hreint afbragð og með því
besta sem komið hefur út í
danstónlist í mörg ár.
Major Lazer
Get Free feat.
Amber Coffman
Bonobo
Cirrus
Jon Hopkins
Open Eye Signal