Kjarninn - 13.02.2014, Page 79
05/05 tÓnlist
low roar
Low Roar er samstarfs-
verkefni bandaríska
tónlistar mannsins Ryan
Karanzija og íslenska
trymbilsins og hljóm-
borðsleikarans Loga
Guðmundssonar. Önnur
breiðskífa Low Roar er
væntanleg frá 12 Tónum á
þessu ári og var hún unnin
í samvinnu við breska tón-
listarmanninn og upptöku-
stjórann Mike Lindsay úr
Tunng og Cheek Mountain
Thief og hinn bandaríska
Alex Somers, sem m.a. hefur
starfað með Jónsa, Sigur Rós
og Amiinu. Hljómur Low
Roar er einstaklega íburðar-
mikill og heil steyptur miðað
við að venjulega er hann
framkallaður af tveimur
meðlimum og ætti enginn
að láta þá framhjá sér fara.
good moon deer
Fáskrúðsfirðingurinn
Guðmundur Ingi Úlfars-
son og Seyðfirðingurinn
Ívar Pétur Kjartansson
hafa báðir verið virkir á
listasviðinu síðustu tíu ár
eða svo. Ívar hefur verið
kenndur við hljómsveitir á
borð við Miri og FM Belfast
og hefur einnig haldið úti
hinum frábæru skemmti-
kvöldum „Undir áhrifum“ á
Kaffibarnum. Guðmundur
er tiltölulega nýfarinn að
semja tónlist, allavega sem
hann flytur opinberlega, en
hann er nokkuð lunkinn
grafískur hönnuður og á
meðal annars heiðurinn
af grafísku útliti LungA á
Seyðisfirði.
Fyrsta útgáfa
Good Moon Deer var
margmiðlunar verkið
Blur, sem var samblanda
stafrænnar smáskífu og
HTML5-heimasíðu. Tónlist
Good Moon Deer er rafrænn
og djass skotinn bræðingur
þar sem sundurklippt og
brotin sömpl halda fast í
hendur lifandi trommutakta
sem Ívar knýr áfram. Á
köflum minnir þetta tvíeyki
á erlenda framámenn á borð
við Panda Bear, The Books,
Four Tet og Prefuse 73 og er
óhætt að segja að þeir séu
alveg sér á báti á Íslandi.
Good Moon Deer
Again
Low Roar
I‘ll Keep Coming