Kjarninn - 20.02.2014, Page 11

Kjarninn - 20.02.2014, Page 11
05/06 neytendamál útfararstofa sýknuð af kröfum Kgpr Þrátt fyrir að Innanríkisráðuneytið hafi ítrekað afstöðu sína við Kirkjugarðaráð í júní 2012 um að gjaldtaka fyrir athafna- rými ætti sér enga stoð í lögum höfðuðu KGRP mál á hendur Útfararþjónustunni ehf. með stefnu birtri 7. desember 2012, til greiðslu á áðurnefndu gjaldi. Krafa KGRP hljóðaði upp á 471.000 krónur auk dráttarvaxta. Framkvæmdastjóri Útfarar- þjónustunnar er Rúnar Geirmundsson, sem jafnframt er formaður Félags íslenskra útfararstjóra. Fleiri útfararstofur höfðu neitað að innheimta gjaldið fyrir KGRP, eins og fyrrgreind afstaða FÍÚ gefur til kynna, þannig að um ákveðið prófmál var að ræða. Héraðs- dómur sýknaði Útfararþjónustuna af kröfu KGRP vegna aðildarskorts. KGRP væri ekki heimilt að leggja gjald fyrir athafnarými á útfararstofuna og ætlast til þess að hún sæi um innheimtu hjá aðstandendum, það ættu KGRP sjálfir að gera. Vegna þess að um aðildarskort var að ræða kom ekki til dómstólsins að fjalla um lögmæti gjaldtökunnar. KGRP áfrýjaði niðurstöðunni til Hæstaréttar, sem staðfesti niðurstöðu héraðsdóms 6. febrúar síðastliðinn og dæmdi KGRP til greiðslu alls málskostnaðar fyrir héraðsdómi og hæstarétti, hátt í sjö milljónir króna. Í kjölfarið hættu KGRP gjaldtökunni. meint ólögmæt gjaldtaka enn við lýði Þrátt fyrir ítrekaða andstöðu Innanríkisráðuneytisins við gjaldtöku fyrir kirkjuvörslu er slíkt gjald enn innheimt af flestum sóknarkirkjum í Reykjavík. Deila ráðuneytisins og Þjóðkirkjunnar snýst um hvort skilgreina eigi kirkjuna sem opinberan aðila, en þeir geta ekki innheimt gjöld eða skatta nema á grundvelli skýrrar lagaheimildar. Í fjárlögum fyrir árið 2014 er gert ráð fyrir að ríkissjóður greiði tæplega 5,2 milljarða króna til kirkjumála. Þar af er gert ráð fyrir að Þjóðkirkjan fái tæplega einn og hálfan milljarð í sinn hlut, Kirkjumálasjóður tæpar 250 milljónir króna, Kirkjugarðarnir tæpar 950 milljónir, sóknargjöld nemi rúmum 2,1 milljarði króna og Jöfnunarsjóður sókna

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.