Kjarninn - 20.02.2014, Page 35

Kjarninn - 20.02.2014, Page 35
05/05 viðsKipti uppi skilti með Bitcoin-veffangi sínu og fékk fyrir ómakið ríflega þrjár milljónir króna millifærðar inn á reikning sinn víðs vegar að úr heiminum í formi Bitcoin-greiðslna. En fæstir mæla fyrir byltingu í peningakerfum fyrir tilstilli þessara framfara. Til að byrja með er mögulegt að fljótandi viðskipti og nýjar tegundir viðskipta fari fram með Bitcoin samhliða þeim sem við þekkjum í dag. Þegar traustið eykst og hagurinn af slíkum viðskiptum er orðinn augljósari munu fleiri fyrirtæki samþykkja báða gjaldmiðla. Rafmynt má breyta í aðra mynt fyrirhafnarlítið strax eftir viðskipti þannig að skjólstæðingar Bitcoin þurfa ekki að taka á sig áhættu gengisins fremur en þeir kjósa sér það. Þannig gæti Bitcoin verið notað til að borga í strætó, en laun og lífeyrir geymdur í þeim gjaldeyri sem fastastur er við tiltekið hagkerfi. Það þarf því ekki að veðja á virði rafpeninga heldur nýta fyrst og fremst sem greiðslumiðlun í upphafi. nútíma fjármálakerfi gæti orðið ljár í þúfu Möguleikarnir eru miklir en hætt er við því að annmarkar nútíma fjármálakerfa verði hinni nýju rafrænu mynt óþægur ljár í þúfu. Seðlabanki Íslands hefur fengið snúnar fyrir- spurnir á sitt borð varðandi rafmyntir og innleiðingu þeirra innan hagkerfis í höftum, en hér á landi grafa aðilar eftir Bitcoin í auknum mæli fyrir tilstilli ódýrrar orku og fullkom- inna gagnavera. Bitcoin-tæknin er komin til að vera og brýnt er að yfirvöld geri sér grein fyrir því að framfarir sem þessar opna á nýja möguleika sem við ráðum hvort nýtast okkur til góðs eður ei. Bitcoin er ekki atlaga að núverandi peninga- kerfi heldur tækniframför á sviði viðskipta. ítarefni Auroracoin Heimasíða íslensku rafmyntarinnar Auroracoin peningasvindl? Heimasíða Frosta Sigurjónssonar 9DU²KXQGDUNHUùVLQV Baldur F. Óðinsson Into the Bitcoin Mines Dealbook New York Times eftir Nathaniel Popper Smelltu á fyrirsagnirnar til að lesa ítarefnið

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.