Kjarninn - 20.02.2014, Side 70

Kjarninn - 20.02.2014, Side 70
04/06 pistill internetið fundið upp Það var því ekki lítil breyting þegar Al Gore fann upp internetið og kynnti fyrir heimsbyggðinni, þar á meðal Íslendingum, sem hafa slegið margs konar heimsmet á þessu sviði síðan. Og skal engan undra. Allt í einu gat þessi umræðusvelta þjóð fengið sér Moggablogg og farið að tjá sig milliliðalaust. Enginn prófarkalestur eða biðtími – ef þú vildir tjá þig um einhverja frétt í sjónvarpinu gastu bara gert það strax. Ef þú vildir kalla manninn í sjónvarpinu einhverju óprenthæfu nafni var allt í einu enginn prófarkalesari sem hringdi til að „bera undir þig nokkrar breytingar“. Greinin var prenthæf á staðnum og fékkst birt án tafar. veruleikinn í statusformi En byltingin fullkomnaðist endanlega þegar Íslendingar upp- götvuðu Facebook. Fólk þurfti ekki lengur að tjá sig í greina- formi um eitthvað ákveðið, eins og frétt eða tiltekið málefni, heldur gat það bara deilt með sínum handvalda vinaheimi öllu sem því datt í hug, og fengið sífellda læk-viðurkenningu í staðinn. uppgangur virkra Íslenskum Facebook-statusum má í mjög grófum dráttum skipta í tvennt. Annars vegar eru statusar sem eru framhald af bloggskrifum, eins konar stutt blogg þar sem hægt er að tuða yfir öllu milli himins og jarðar. Þessi hópur hefur í dag fengið ákveðið auðkenni og sameinast undir menginu „Virkir í athugasemdum“. Í því felst í seinni tíð töluverð upphefð, meðal annars sérstakur sjónvarpsþáttur á sunnudögum á Stöð 2, Mín skoðun, þar sem þeir allra virkustu geta talað beint í sjónvarpið á meðan sá sem drullað er yfir horfir á. Svona Jerry Springer mætir Silfri Egils. „yndislegt að taka daginn snemma“ Hins vegar eru statusar sem ganga út á að fólk málar af sjálfu sér myndina sem það vill að aðrir sjái. Það lýsir því hvað dagurinn sé „yndislegur“ og það jafnist ekkert á við að „taka

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.