Kjarninn - 20.02.2014, Side 71

Kjarninn - 20.02.2014, Side 71
05/06 pistill daginn snemma og byrja í ræktinni“. Af hverju les maður ekki fleiri statusa um fólk sem svaf yfir sig og hafði ekki tíma til að fara í sturtu? Margir pósta landslagsmyndum úr náttúrunni og láta fylgja með texta um hvað það sé yndislegt að finna kyrrð og ró úti í náttúrunni. Innri friðurinn er samt ekki meiri en svo að viðkomandi er byrjaður að safna lækum á myndina sína og refresha snjallsímann sinn til að sjá hverjir kommenta á hana. dramaklámið Svo er dramaklámið sem rennur í stríðum straumum um Facebook. Fólk sem setur inn status á borð við „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“ og útskýrir það ekkert frekar. Fær kannski 300 læk í kjölfarið og svo raðast inn komment, sem enda ótrúlega oft á að fullyrða að sá sem skrifaði statusinn sé hetja. Enginn veit samt hvað var í gangi. Uppáhaldið mitt er þegar fólk birtir dramat- ísk ljóð á Facebook án þess að neinar skýringar fylgi með. Vinirnir eiga þá að geta í eyðurnar um tilefnið. Kannski eru það bara Facebook- vinir mínir en einhverra hluta vegna verður ljóðið „Lífsþor“ eftir Árna Grétar Finnsson ótrúlega oft fyrir valinu. Það væri fróðlegt að vita hvort höfundurinn hafi séð það fyrir sér, þegar hann skrifaði ljóðið á sínum tíma, að einhverjum áratugum síðar yrði það andlag dramatískra stöðuuppfærslna hjá netóðum Íslendingum, sem botnuðu reyndar ekkert í því af hverju þeir væru í svona stöðugu uppnámi. Ég ætla því að slá botninn í þetta, hugrökku hetjurnar mínar, með því að minna ykkur á að vera breytingin sem þið boðið, finna fjórar sterkar konur í kringum ykkur og segja þeim að þær séu hetjur og ekki gleyma því að allir sem þið hittið eru að heyja einhverja innri baráttu sem þið þekkið ekki. Umfram allt vil ég þó bara segja: „Það var því ekki lítil breyting þegar Al Gore fann upp internetið og kynnti fyrir heims byggðinni, þar á meðal Íslendingum.“

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.