Kjarninn - 20.02.2014, Page 78

Kjarninn - 20.02.2014, Page 78
05/06 Knattspyrna kolröng. Liðið á völl sem tekur yfir 40 þúsund áhorfendur og samkvæmt nýjustu Deloitte-skýrslunni um fjármál knattspyrnuheimsins mun Everton vera á topp 20 yfir þau lið í álfunni sem eru með mestu veltuna. Ástæða þess að það voru aldrei til neinir peningar til leikmannakaupa hjá Everton var sú að launakostnaður félagsins var út úr korti, oftast yfir 75 prósentum af veltu. Þar munaði verulega um launaumslagið hjá Moyes. Hann var launahæsti starfsmaður Everton frá árinu 2008. Þegar Moyes fór frá Everton vorið 2013 ríkti mikill söknuður á meðal stuðnings- manna og þeir hræddust það sem var fram undan. Gæti einhver annar náð því að skila félaginu í virðingarverða stöðu tímabil eftir tímabil? Moyes hafði sannfært þá um að hann væri að vinna kraftaverk með því að lenda í sjöunda eða áttunda sæti ár eftir ár. inn kemur Bobby Ekki dró úr kvíðanum þegar Roberto Martinez var ráðinn í starfið, nýfallinn með Wigan en þó með FA-bikarsigur á ferilskránni. Hvað vildi þessi ofurjákvæði Spánverji upp á dekk? Everton þarfnaðist ekki draumóramanns heldur böl- sýns pragmatista. Eða hvað? Martinez sagði strax að hann hefði lofað Meistaradeildarbolta og að það ætti ekki að vera nein fyrirstaða að keppa við lið sem hefðu meira á milli handanna ef rétt yrði að því farið. Hann lagði upp með að liðið spilaði almennilega knattspyrnu sem gengi út á að vera sem mest með boltann. Hann fór í geymsluna á ekki vinsæll Mikill þrýstingur var á Moyes að kaupa leikmenn í sumar. Hann keypti einungis Maroune Fellaini, sem féll í grýttan jarðveg meðal stuðningsmanna.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.