Kjarninn - 20.02.2014, Page 97

Kjarninn - 20.02.2014, Page 97
01/03 KjaftÆði É g er búinn að bíða spenntur eftir því að allt fari til fjandans hérna síðan við byrjuðum að brenna vörubretti fyrir utan Þjóðleikhússkjallarann fyrir fimm árum. Einhvers staðar á leiðinni þaðan gleymdum við líklega af hverju við vorum svona reið því að kjaftæðið er síst minna núna en þá. Reyndar virðist kjaftæðið vera komið heilan hring því það á að fara að grafa Hvalfjarðargöngin aftur svo að það sé örugglega hægt að rukka okkur í tuttugu ár í viðbót fyrir þann lúxus að þurfa ekki að rekast á Kristján Loftsson í vegasjoppunni við hval- stöðina þar sem hann er í óða önn að mala síðasta hvalinn ofan í bjórflösku. Við nennum varla að tuða lengur yfir því að íslenskir ráðamenn séu of miklir aumingjar til að reka hornin í mannréttindabrot valdasjúkra stórþjóða. Borgarstjórinn einn lætur í sér heyra á meðan forsetinn tekur brosandi í hlébarða temjandi KGB-krumlurnar á Pútín, enda finnst tíminn er eins og klósettvatnið Hrafn Jónsson furðar sig á því hvert hið margumrædda siðrof hafi farið KjaftÆði Hrafn jónsson kvikmyndagerðarmaður

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.