Búskapur hins opinbera 1994-1995 - 01.04.1996, Blaðsíða 12
og sýslufélög. Þá liggur fyrir uppgjör Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, en Jöfnunarsjóður
er hér færður sem hluti af búskap sveitarfélaganna.
Hin allra síðustu ár hefur úrvinnsla Þjóðhagsstofnunar tekið í ríkara mæli mið af
uppgjöri Hagstofu Islands á sveitarsjóðareikningum, sem nú kemur út með reglu-
bundnu millibili. Þá hefur stofnunin einnig stuðst við árbækur Sambands íslenskra
sveitarfélaga um Qármál sveitarfélag.
Yfirlitin um almannatryggingakerfið hafa verið unnin upp úr reikningum
Tryggingastofnunar ríkisins, þ.e. reikningum sjúkratrygginga, lífeyristrygginga, slysa-
trygginga og atvinnuleysistrygginga, en reikningar þessir hafa verið birtir í Félags-
málum, tímariti Tryggingastofnunar ríkisins.
Við vinnslu á bráðabirgðatölum íyrir árið 1995 er byggt á greiðsluuppgjöri ríkis-
sjóðs og almannatryggingakerfis og á helstu hagstærðum frá ellefu stærstu sveitar-
félagunum, en umfang þeirra er um 65% af heild. Með þessu móti liggja fyrir talna-
legar upplýsingar sem ná til 92% af hinu opinbera sem heild.
Frekari lýsingu á reikningagerðinni, umfram það sem fram kemur í þessu riti, er að
finna í "Búskap hins opinbera 1980-1984", "Búskap hins opinbera 1980-1989" og
"Búskap hins opinbera 1980-1991, 1992-1993 og 1993-1994" sem fjalla um sama
efni.
2. Afkoma hins opinbera
Ymsir mælikvarðar eru notaðir til þess að mæla afkomu hins opinbera. Algengastir
þeirra eru rekstrarjöfriuður, tekjuafgangur/halli og hrein lánsfrárþörf. Samhengi
þeirra má sýna með eftirfarandi yfirliti:
Tafia 2.1 Yfirlit um fjármál hins opinbera 1993-1995
Milljaróar króna Hlutfall afVLF
1993 1994 1995-14 1993 1994 .1995
Tekjur 147,5 153,7 162,4 35,9 35,4 35,6
- Rekstrargjöld 143,5 149,7 158,9 34,9 34,4 34,8
Rekstrarjöfnudur (hreinn sparnaður) 4,1 4,0 3,5 1,0 0,9 0,8
- Fastaíjárútgjöld 22,5 24,7 18,9 5,5 5,7 4,1
Tekjuafgangur/halli -18,4 -20,6 -15,3 -4,5 -4,7 -3,4
- Kröfu og hlutaíjáraukning -1,9 1,7 3,7 -0,5 0,4 0,8
Hrein lánsfjárþörf 16,5 22,3 19,0 4,0 5,1 4,2
- Lántökur, nettó 17,8 22,8 19,6 4,3 5,2 4,3
Greiðslujöfnuður -1,2 -0,5 -0,6 -0,3 -0,1 -0,1
1) Bráðabirgðatölur.
Rekstrarjöfnudur eða hreinn sparnaður mælir mismun rekstrartekna og rekstrar-
gjalda, og gefur til kynna hversu mikið hið opinbera hefur afgangs úr rekstri til
fastaljárútgjalda og kröfu- og hlutaljáraukningar. Árið 1994 varð hreinn sparnaður
hins opinbera aðeins 4 milljarðar króna eða um 1% af landsframleiðslu. Sparnaðar-
hlutfallið var svipað og árið áður. Samkvæmt bráðabirgðatölum bentir flest til að það
lækki enn árið 1995 og verði 0,8% af landsframleiðslu. Sparnaðarhlutfallið hefur ekki
mælst svo lágt um árabil.
10