Búskapur hins opinbera 1994-1995 - 01.04.1996, Blaðsíða 16
til samneyslu, aðallega heilbrigðisþjónustu. Sveitarfélögin fá um 4,3 milljarða króna í
tilfærslur frá ríkissjóði á þessu ári. Þá kemur fram að ríkissjóður ráðstafar sjálfur
endanlega um þremur fimmtu hlutum opinberra útgjalda, sveitarfélögin um 22% og
almannatryggingar rúmlega 17%.
Umfang hins opinbera í þjóðarbúskapnum má meta á ýmsa vegu. Algengast er að
mæla heildartekjur eða heildarútgjöld þess í hlutfalli við landsframleiðslu. En fleiri
mælikvarðar koma til greina. Hér eru nefndir Qórir mælikvarðar að auki:
a. Framleidsla hins opinbera sem hlutfall af landsframleiðslu. A árinu 1994 nam
verg landsframleiðsla um 435 milljörðum króna, en landsframleiðsla er summa
vöru og þjónustu sem framleidd er í landinu á einu ári og notuð er til neyslu,
Qárfestingar eða útflutnings. Meginhluti þessarar framleiðslu á sér stað í
einkageiranum, en hið opinbera hefur hins vegar staðið að framleiðslu á 17,6% af
landsframleiðslu ársins 1994, og þá einkum þjónustu, eins og réttar-, fræðslu- og
heilbrigðisþjónustu.
b. Vinnuafl í þjónustu hins opinbera sem hlutfall af heildarvinnuafli. Á árinu 1994
voru heildarársverk í landinu áætluð um 123 þúsund. Af þeim voru 23,9 þúsund
unnin í þágu hins opinbera eða um 19,4% af heildinni.
Mynd 3.3 Umfang hins opinbera 1994, mismunandi mælikvarðar í hlutfalli við VLF.
Opinbcr vinnuaíl
35,4 40,1
17,6 19,4 20,6 24,7
Opinber framleiösla af heildar- vinnuaíli Samneysla Samneysla fjárfesting Heildartekjur Heildargjöld
c. Samneysla og jjárfesting hins opinbera sem hlutfall af landsframleiðslu. Þessi
mælikvarði sýnir þann hluta landsframleiðslunnar sem fer til endanlegra nota á
vegum hins opinbera. Á árinu 1994 námu samneysluútgjöldin 89,4 milljörðum
króna eða sem svarar 20,6% af landsframleiðslu. Fjárfestingarútgjöld voru hins
vegar 4,1% af VLF.
d. Heildartekjur og heildarútgjöld hins opinbera sem hlutfall af landsframleiðslu. Á
árinu 1994 námu heildartekjur hins opinbera 153,7 milljörðum króna eða 35,4% af
landsframleiðslu. Óbeinir skattar stóðu fýrir ríflega helmingi heildartekna, en
beinir skattar fyrir tveimur fimmtu hlutum teknanna. Á sama ári námu heildar-
útgjöld um 174,3 milljörðum króna án afskrifta eða 40,1% af VLF.
14