Búskapur hins opinbera 1994-1995 - 01.04.1996, Blaðsíða 37
viðvarandi hallarekstur hins opinbera mjög víða ásamt vaxandi heilbrigðiskostnaði
hafa hert tök hins opinbera á útgjöldum til heilbrigðismála. Sömuleiðis hafa þjóðir
verið að færa sig frá bæði endurgreiðslukerfum og samþættum kerfum í átt að
þvinguðum samningskerfum með virkari þátttöku kaupenda (tryggingaraðila) en
áður21. Samfara þessu er tilskipunarstjómun á undanhaldi fyrir markaðsstjórnun.
Segja má að meðal þjóða sé að verða til ákveðin verkaskipting milli opinbera
geirans og einkageirans. Þannig ábyrgist hið opinbera að einhverju leyti hvert umfang
meginsviða heilbrigðisútgjalda skuli vera og tryggir sömuleiðis fjármögnun heil-
brigðisþjónustunnar að mestu. Einnig tryggir það jöfnuð og góðan aðgang að
þjónustunni, setur reglur um starfsemi markaðarins og tryggir að nauðsynlegar
upplýsingar um heilbrigðismál séu tiltækar. Markaðurinn eða einkageirinn ber hins
vegar ábyrgð á og sinnir öðrum þáttum eins og dreifíngu fjármagns og framboði heil-
brigðisþjónustunnar.
En heilbrigðisstefna þjóða liggur ekki einungis á sviði lækninga. I vaxandi mæli
hafa ný viðhorf varðandi gildi forvama rutt sér til rúms. Ríkari áhersla hefur verið
lögð á mikilvægi félagslegra, umhverfislegra og menningarlegra þátta fyrir heilbrigði
þjóða. Sömuleiðis hafa áhrifaþættir á borð við matarvenjur, líkamsrækt, uppeldi
bama, lífsstíll, menntunarstig og húsnæði mætt ríkari skilning en áður. Breytt viðhorf
af þessum toga munu eflaust á næstu árum gera kröfur til einstaklinga um ábyrgari
hegðun varðandi heilsu sína. Þá er ljóst að stórstiga tækniframfarir læknavísindanna
muni eflaust auka verulega eftirlit í formi sjúkdómsgreiningar í fyrirbyggjandi skyni.
8.4 Heilbrigðismál: Talnalegur samanburður
Heilbrigðisútgjöld OECD ríkja hafa meira en tvöfaldast síðustu þrjá áratugina mælt
sem hlutfall af landsframleiðslu, eða úr því að vera um 4% af landsframleiðslu árið
1960 í það að vera rúmlega 8% 1993 eins og lesa má af mynd 8.9. Heilbrigðisútgjöld
flestra OECD ríkja mælast nú á bilinu 7 til 9% af landsframleiðslu (sjá töflu 9.1).
Mynd 8.9
Heilbrigðisútgjöld OECD rfkja 1960-1993
hlutfail af landsframleiðslu -
10,0
8,0
6,0
4,0
2,0
0,0
ísland
OÉCD
\
1960
1970
1980
1990
1993
Mynd 8.10
Heilbrigðisútgjöld OECD rfkja 1988-1993
- hlutfall af landsframleiðslu -
ísland
1988 1989 1990 1991 1992 1993
Vöxtur útgjaldanna hefur að sjálfsögðu verið mjög mismunandi innan þessa tímabils
og einnig milli aðildarríkjanna. Þannig var vöxturinn til dæmis 1,9% að meðaltali
umfram hagvöxt í OECD ríkjum á áttunda áratugnum, en afitur aðeins 0,8% á þeim
21
OECD hefur tekið vissa afstöðu í þessum efnum og mælir með vissum aðferðum, breytingum o.s.frv.
35