Búskapur hins opinbera 1994-1995 - 01.04.1996, Blaðsíða 23
þessa málaflokks á árinu 1995, eða rúmlega 22% af útgjöldum hins opinbera. Sé horft
yfir lengra tímabil7 sést að félagsmálaútgjöld hafa vaxið jafnt og þétt í gegnum árin
og á síðustu fimm árum hafa þau vaxið um eitt prósentustig af landsframleiðslu.
Skýringanna er íyrst og fremst að leyta í auknum bótagreiðslum vegna aukins
atvinnuleysis og auknum greiðslum vegna Qölgunar elli- og örorkulífeyrisþega. Tæp-
lega Qórir fimmtu hlutar þessara útgjalda eru tekjutilfærslur til heimilanna. Um 19%
eru samneysluútgjöld í ýmsu formi og afgangurinn er Qárfestingarútgjöld.
Tekjutilfærslur hins opinbera til velferðarmála voru um 32 milljarðar króna á árinu
1995 eða um 7% af landsframleiðslu. Þar af fóru um helmingur til elli-, örorku- og
ekkjulífeyrisþega eða 16 milljarðar króna. I barna-, vaxta- og húsnæðisbætur fóru um
8 milljarður króna eða um fjórðungur tilfærslanna. Sjúkra-, mæðra- og örorkubætur
tóku til sín um 1,9 milljarða króna og atvinnuleysistryggingar 3,7 milljarða króna.
Samneysla hins opinbera í velferðarmálum var ríflega 7 milljarðar króna á árinu 1995.
Þar af var samneysla sveitarfélaga um tveir þriðju hlutar, sem var að mestu í formi
umönnunar við börn og aldraða, meðal annars með rekstri barna- og elliheimila. Sam-
neysla ríkissjóðs á þessu sviði var að mestu þjónusta við fatlaða. Afgangurinn var
samneysla almannatrygginga. Ríflega tveir þriðju hlutar af heildarsamneyslu hins
opinbera í velferðarmálum er launakostnaður. Fjárfesting hins opinbera í velferðar-
málum varð ríflega 1 milljarður króna á árinu 1995. Þar af er fjárfesting sveitarfélaga
í dagvistunarheimilum barna og heimilum aldraðra stór hluti. Fjárfesting eða Qár-
magnstilfærslur ríkisins fara að mestu til stofnana fatlaðra, en aðstaða aldraðra fær
einnig sinn skerf.
í töflu 6.3 í töfluviðauka er að finna fleiri upplýsingar um útgjöld til almannatrygg-
inga og velferðarmála. Þar má meðal annars lesa að útgjöld hins opinbera til þessa
málaflokks voru rúmar 150 þúsund krónur (verðlag 1995) á mann árið 1995, og höfðu
aukist jafnt og þétt frá fyrri árunum. Kostnaður vegna elli-, örorku- og ekkjulífeyris
var um 60 þúsund krónur á mann á því ári, vegna barna, vaxta- og húsnæðisbóta um
30 þúsund krónur og vegna atvinnuleysisbóta um 14 þúsund krónur á mann.
6. Skuldir og lánastarfsemi hins opinbera
Hið opinbera er umsvifamikill lántakandi og lánveitandi, sömuleiðis ábyrgist það
lán ýmissa aðila. Það getur því með lánastefnu sinni. haft margþætt áhrif á þróun efna-
hagsmála, ekki síst vegna áhrifanna á vexti og sparnað. Einnig skiptir auðvitað máli
hvernig fénu er varið. Því er mikilvægt að gera sér grein fyrir umfangi þessa þáttar. Á
árinu 1995 er áætluð hrein lánsfjárþörf hins opinbera rúmlega 19 milljarðar króna eða
4,2% af landsframleiðslu og kröfu- og hlutaljáraukningin 3,7 milljarðar króna eða
0,8% af VLF. Hér er um nettóstærðir að ræða þannig að umsvif hins opinbera á
lánamarkaðnum eru umtalsverð.
Á mynd 6.18 kemur fram að heildarskuldir hins opinbera hafa vaxið hröðum
skrefum síðustu árin. í árslok 1995 er talið að þær hafi numið rúmlega 250 milljörð-
um króna eða 55% af landsframleiðslu og eru þá hvorki lífeyrisskuldbindingar ríkis-
7 Sjá töflu 6.3 í töfluviðauka.
8 Sjá einnig töflu 7.1 í töfluviðauka.
21
L