Búskapur hins opinbera 1994-1995 - 01.04.1996, Blaðsíða 13
Tekjuafgangur/halli mælir mismun tekna og rekstrar- og fastaijárútgjalda. Þessi
jöfnuður gefur til kynna hvort hið opinbera leggur öðrum aðilum hagkerfisins til
íjármagn nettó eða tekur til sín ijármagn. Bráðabirgðatölur benda til þess að
tekjuhallinn hafí verið 15,3 milljarðar króna í fyrra, eða sem svarar til 3,4% af
landsframleiðslu. Til samanburðar nam tekjuhallinn 4,7% af landsframleiðslu árið
1994, en síðustu 10 árin hefur hann verið að meðaltali 3,3% af landsframleiðslu. Sú
staðreynd segir með öðrum orðum að hið opinbera hefur sótt til annarra aðila
hagkerflsins um 144 milljarða króna síðasta áratuginn á verðlagi ársins 1995. Ljóst er
að þessi þráláti hallarekstur á að hluta rætur að rekja til skipulagsvanda í opinbera
búskapnum. Tekjuöflun hins opinbera hefur einfaldlega ekki nægt fyrir útgjöldum við
eðlilegar aðstæður í þjóðarbúskapnum. En orsakanna er einnig að leita í erfiðum þjóð-
hagslegum skilyrðum í lok síðasta áratugar og byrjun þess tíunda. Þjóðartekjur
drógust saman eða stóðu í stað og atvinnuleysið jókst. Áætla má að skipulagshallinn
sé nálægt 2%% af landsframleiðslu hér á landi eða um 10-11 milljarðar króna. Hallinn
í fyrra vegna hagsveiflunnar hefur því verið um 5-6 milljarðar króna.
Mynd 2.1 Tekjuhalli og hrein lánsfjárþörf hins opinbera 1980-1995
% sem hlutfa[l af landsframleiðslu %
Tekjuafgangur/halli að viðbættri kröfu- og hlutafjáraukningu sýnir hreina lánsfjár-
þörf Hún mælir hversu mikið fé hið opinbera þarf að taka að láni frá öðrum aðilum
hagkerfisins til að geta staðið straum af öllum útgjöldum sínum, þar með talinni
aukningu kröfu- og hlutaQár, eða m.ö.o. hina hreinu eftirspum hins opinbera eftir
lánsfé. Á árinu 1994 var hrein lánsQárþörf hins opinbera ríflega 22 milljarðar króna
eða 5% af landsframleiðslu og hefur vaxið um eitt prósentustig frá árinu áður. Á
síðasta ári er áætlað að lánsQárþörfm hafi verið rúmlega 4,2% af landsframleiðslu.
Uppsöfnuð lánsfjárþörf síðasta áratugar mælist um 166 milljarðar króna á verðlagi
ársins 1995.
3. Umfang hins opinbera
Við athugun á umfangi hins opinbera þarf fyrst að afmarka eða skilgreina hið
opinbera, þ.e. hvað er opinber starfsemi og hvað ekki. Hin hefðbundna skilgreining á
11