Búskapur hins opinbera 1994-1995 - 01.04.1996, Blaðsíða 14
hinu opinbera samkvæmt SNA1 afmarkar það við þá starfsemi sem tekna er aflað til
með álagningu skatta en ekki með sölu á vöru og þjónustu á almennum markaði.
Undir þetta heyra m.a. opinber stjórnsýsla, fræðslumál, heilbrigðismál og almanna-
tryggingar. Hér er því um tiltölulega þrönga skilgreiningu að ræða og takmarkast hún
við A-hluta ríkissjóðs, almannatryggingar og sveitarsjóði. í þessu felst að opinber
atvinnustarfsemi, sem íjármögnuð er að mestu með sölu á vöru og þjónustu, er ekki
talin til hins opinbera samkvæmt hinni hefðbundnu skilgreiningu, heldur til hlutað-
eigandi atvinnugreinar í framleiðsluuppgjöri þjóðhagsreikninga.
Eftirfarandi mynd sýnir íjárstreymið milli opinberra aðila og annarra aðila
hagkerfisins, og hefur þá innbyrðis fjárstreymi milli opinberra aðila verið fellt niður.
Af myndinni má ráða að 351/2% af landsframleiðslunni fer til hins opinbera í formi
skatta og annarra tekna. Útgjöld hins opinbera nema hins vegar rúmlega 40% af
landsframleiðslu og skiptast þau þannig að um þrír fimmtu hlutar fara til kaupa á vöru
og þjónustu, um tíundi hluti til vaxtagreiðslna og tæplega tveir fimmtu hlutar til
tilfærslna til fýrirtækja og heimila.
Hið opinbera 1994
Tekjur
Utgjöld (1)
174.316
40,1%
Einkaaðilar 153.680 35,4%
\ / Beinir skattar 62.650 14,4%, Samneysla 88.424 20,6%
Skattar vaxtagjöld framlög og annað \ Óbeinir skattar 79.043 18,2%
153.680 35,4% Vaxtagjöld 16.804 3,9%
Hrein fjárfest. 1) 14.942 3,4%
Tilfærslur
53.146
\ 7 Eignatekjur 11.987 2,7%, 11,7%
Mynd 3.1
Fjárstreymi milli hins opinbera
og annarra aðila hagkerfisins 1994
í milljónum króna og hlutfall af VLF
1) Afskriftir ekki meðtaldar
Einkaaðilar
Tilfærslur
frá hinu
opinbera
53.146
11,7%
1 Þjóðhagsreikningakerfi Sameinuðu þjóðanna eða SNA (A System of National Accounts).
12